„Demókrataflokkurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
Til stórtíðinda kom svo um miðja 19. öldina þegar stuðningur við flokkinn dvínaði töluvert á stuttum tíma. Ástæður fyrir hnignandi [[gengi]] flokksins voru nokkrar og má þar meðal annars nefna stefnu þeirra í þrælamálum, tollamálum, innflytjendamálum og hvernig leiðtogar flokksins, þeir [[Lewis Cass]] og [[Stephen Douglas]] vildu heldur láta ríkisstjórnum og sveitarfélögum eftir stjórn, fremur en ríkinu. Varð þetta þess valdandi að stuðningur við flokkinn efldist í suðurríkjunum en aftur á móti jókst andúð hjá mörgum öðrum hópum og gengu sumir þeirra til liðs við rísandi flokk repúblikana sem þar af leiðandi unnu komandi kosningar með [[Abraham Lincoln]] í broddi fylkingar.
 
Í kjölfarið byrjaðihófst [[bandaríska borgarastyrjöldin]] þar sem [[suðurríkin]] (demókratar) börðust gegn [[norðurríkin|norðurríkjunum]] (repúblikönum). Repúblikanar voru duglegir að úthúða demókrata fyrir ótryggð með því að vilja ekki styrkja [[her]]inn og önnur þjóðfélags mál. Þessi taktík var kölluð að veifa blóðugu skyrtunni (e. waving the bloody shirt) og var hún notuð gegn þeim í kosningabaráttu út alla 19. öldina.
 
Norður-ríkin sigruðu borgarastyrjöldina og þeirra vilji fékk fram að ganga í flestum málefnum, svo sem varðandi þræla. Á næstu árum voru demókratar í minnihluta og þó að þeir hafi alltaf haft nokkur fylki á sínu bandi, var ógnin við Repúblikana aldrei mjög alvarleg. Frá borgarastríðinu og fram að kreppunni miklu náðu þeir aldrei meirihluta nema þegar repúblikanir tvístruðust í skoðunum og demókratar náðu með því að vinna kosningar.