„Tóbaksreykingar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link FA template (handled by wikidata)
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{hreingera}}
[[Mynd:Smoking equipment.jpg|thumb|350px|Ýmis tól til reykinga og tengdir hlutir; 1. Vindlakassi og -klippur 2. Vindill 3. Ýmsar píputegundir 4. [[Vatnspípa]] (lón) 5. Reykelsi 6. Bong]]
'''Tóbaksreykingar''' er það að kveikja í kurluðum [[tóbak]]slaufum í einhverri mynd og anda að sér reyknum sér til nautnar. Tóbakið er oftast pappírsvafnar [[sígarettur]] (sem er algengast), [[Vindill|vindlar]] (laufvafnir) eða þá að tóbakið er reykt úr einhvers konar pípu. [[Indíánar|Frumbyggjar]] [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] tóku fyrstir manna að reykja tóbak, en [[tóbaksplanta]]n á uppruna sinn að rekja til heimahaga þeirra í Suður- og Norður-Ameríku. Á tímum [[Landafundirnir miklu|landafundanna miklu]] komust [[Evrópa|evrópumenn]] í kynni við tóbak og tóbaksreykingar og fluttu siðinn með sér heim til sín. Samkvæmt [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin]]ni eru reykingar algengastar í [[Austur-Asía|Austur-Asíu]] en þar reykja tveir af hverjum þremur karlmanna. Í [[Vestur-Evrópa|Vestur-Evrópu]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Kanada]] hefur aftur á móti dregið úr reykingum, og er það aðallega vegna vitneskjunnar um skaðsemi þeirra, því vitað er að reykingar hafa slæm áhrif á heilsu manna.