„Sigmund Freud“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kat9988 (spjall | framlög)
Kat9988 (spjall | framlög)
Lína 12:
Á námsárum sínum kynntist hann [[Josef Breuer]] sem var [[læknir]] og [[lífeðlisfræði]]ngur. Saman ræddu þeir um [[sjúkdómstilfelli]] og átti einn af sjúklingum Breuers eftir að hafa mikil áhrif á Freud. Sjúklingurinn var kallaður [[Anna O.]] í dagbókum Freuds og þjáðist af því sem á þeim tíma var nefnt [[sefasýki]]. Sefasýki Önnu O. lýsti sér þannig að hún gat ekki talað sitt eigið [[móðurmál]], [[Þýska|þýsku]], en gat talað á [[Enska|ensku]] og [[Franska|frönsku]]. Hún gat heldur ekki drukkið [[vatn]], og var tímabundið lömuð. Engar þekktar líffræðilegar skýringar lágu að baki þessum sjúkdómseinkennum, svo talið var að þau væru sálræn. Breuer hafði komist að því að ef hann [[Dáleiðsla|dáleiddi]] hana gat hún munað eftir hlutum sem hún mundi ekki eftir annars og að eftir dáleiðsluna voru sjúkdómseinkennin horfin.
 
Freud fór síðar til [[París]]ar til náms hjá hinum virta taugasérfræðingi [[Jean-Martin Charcot]] sem m.a.meðal annars rannsakaði sefasýki og notaði dáleiðslu. Árið [[1886]] sneri Freud aftur til Vínar, giftist og opnaði einkastofu þar sem hann sérhæfði sig í tauga- og heilasjúkdómum. Hann reyndi fyrst að nota dáleiðslu en komst síðar á þá skoðun að hann gæti fengið sjúklinga til að opna sig með því að láta þá leggjast á sófa og tala um hvaðeina sem þeim kom í hug með nokkurs konar frjálsu flæði. Þetta er kallað [[frjáls hugrenningaraðferð]]. Síðan greindi hann það sem sjúklingarnir höfðu sagt eða munað og reyndi með því að finna út hvaða atburður hefði valdið einkennum fólks.
 
Árið [[1900]] gaf Freud út bókina ''[[Túlkun drauma]]'' (de: ''Die Traumdeutung'') og setti fram kenningar sínar um hinn dulvitaða huga. Ári síðar gaf hann út bókina ''Psychologischen Mittwochs-Vereinigung'' þar sem hann setti fram þær kenningar að [[gleymska]] eða mismæli (sem nú kallast á ensku „freudian slip“) væri alls ekki eitthvað út í bláinn heldur væri birtingarmynd [[dulvitund]]arinnar og hefði einhverja merkingu. Síðar setti hann fram þær kenningar að kynhvötin væri það sem helst mótaði sálfræði einstaklingsins og að hún væri jafnvel til staðar hjá ungabörnum. Þessar kenningar hneyksluðu fólk þegar þær komu út árið [[1905]]. Frægasta kenning hans er um [[Ödipusarduld]]ina. Samkvæmt kenningunni laðast drengir kynferðislega að móður sinni og öfunda föður sinn eða hata. Síðar setti Freud fram svipaða kenningu um stúlkur, [[Elektruduld]], þar sem hann hélt fram að allar stúlkur þjáðust af [[reðuröfund]].