„Vladímír Lenín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link FA template (handled by wikidata)
Lína 40:
 
== Endalok Leníns ==
Eftir banatilræðið árið 1918 þorðu menn ekki að fjarlægja kúluna úr Lenín vegna þess hve nálægt hún var mænunni og er það talið afar líklegt að það hafi átt sinn þátt í veikindum Leníns. Árið 1922 fékk hann heilablóðfall sem lamaði hann hægra megin.
 
Eftir þessi meiðsl dró Lenín sig að mestu úr sviðsljósinu en hélt áfram að skrifa leiðbeiningar að heiman um hvernig átti að stjórna hlutunum. En þar mátti til að mynda finna gífurlega mikla gagnrýni á þann sem átti eftir að taka við af honum, Stalín. Þar talaði hann sérstaklega um að Stalín væri ekki efni í leiðtoga og menn þyrftu að passa sig á honum. Eftir að Lenín hafði fengið nokkur heilablóðföll í viðbót, lést hann árið 1924. Þá var Stalín búinn að tryggja sér það mikil völd að ekki var hægt að stöðva hann í að verða næsti leiðtogi kommúnista Sovétríkjanna. Margir hafa leitt hugann að því eftir á að ef Lenín hefði ekki látist, hvort hann hefði haldið áfram sem leiðtogi Sovétríkjanna. Ef marka má hversu mikið hann var búinn að mildast í skrifum síðustu ár sín, þá má leiða líkur að því að Sovétríkin hefðu sennilega farið allt aðra leið heldur en þá leið sem Stalín leiddi þau. Allt er það þó getgátur og er staðreyndin sú að Stalín tók upp einhverjar öfgafyllstu stefnur bolsévíka frá því fyrir 1921 eins og ógnvald og efnahagsstjórn.<ref>Berndl (2008), bls. 480-481.</ref><ref>Skúli Sæland. „Hver var Vladimir Lenín?“. Vísindavefurinn 2.6.2005. http://visindavefur.is/?id=5029. (Skoðað 21.4.2010).</ref>