„Skógrækt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 10:
Hákon Bjarnason tók við af Kofoed-Hansen sem skógræktarstjóri 1935. Í seinni heimsstyrjöldinni lokuðust samskiptaleiðir til Noregs en opnuðust til vesturheims. Skógræktarstjóri notfærði sér það til að koma á samböndum við Alaska. Þaðan barst á stríðsárunum allmikið [[sitkagreni]]fræ og nokkuð fræ af öðrum tegundum ásamt fyrstu græðlingum [[alaskaösp|alaskaaspar]].
 
Fyrir 1960 var [[skógarfura]] öll meira eða minna að drepast vegna furulúsar. Þetta var mikið áfall því miklar vornir höfðu verði bundnar við furuna. Annað áfall kom svo 9. apríl 1963 þegar gerði mjög óvenjulegt hret eftir langvarandi hlýindi. Mikið drapst af trjám á Suðurlandi. Furulúsin og aprílhretið höfðu þau áhrif að verulega dró úr gróðursetningu.
 
Árið 1977 tók [[Sigurður Blöndal]] við af Hákoni Bjarnasyni sem skógræktarstjóri og hafði Hákon þá gegnt starfinu í 42 ár.