„Kosningaréttur kvenna“: Munur á milli breytinga

(→‎Kosningaréttur íslenskra kvenna: Breytti vinnumönnum í vinnuhjú í samræmi við texta upprunalegs frumvarps og skýrði betur rétt þann sem karlar höfðu fyrir.)
Árið 1913 samþykkti Alþingi nýtt frumvarp um kosningarétt kvenna og vinnuhjúa en þá var sett inn ákvæði um 40 ára aldurstakmark sem átti svo að lækka smátt og smátt og mun það hafa verið vegna þess að þingmenn töldu að það yrði of mikil röskun að því að fjölga kjósendum í einu vetfangi um tvo þriðju og því væri betra að fjölgunin kæmi í smáskömmtum. Einnig kemur fram bæði í umræðum á Alþingi og í blaðagreinum að sumir óttuðust sérframboð kvenna. Slíkt aldursákvæði var ekki sett í lög í neinu öðru evrópsku landi nema Bretlandi 1918 en þar var miðað við 30 ára aldur.<ref>[http://kvennasogusafn.is/index.php?page=serstada-islands ''Sérstaða Íslands''.] Á vef Kvennasögusafns Íslands, www.kvennasogusafn.is, skoðað 19. júní 2011.</ref>
 
Ný stjórnarskrá með ákvæði um að konur og vinnuhjú eldri en 40 ára fengju kosningarétt og kjörgengi til [[Þingkosningar á Íslandi|þingkosninga]] árið [[1915]]<ref>http://skjalasafn.is/heimild/kosningarettur_kvenna_til_althingis_19_juni_1915</ref>. Átti að lækka aldurstakmarkið í skrefum um eitt ár á ári hverju þar til það væri komið niður í 25 ár til jafns við þann rétt sem karlmenn sem voru fjár síns ráðandi höfðu. Það takmark hefði náðst árið 1931 að óbreyttri stjórnarskrá. Frá þessu var fallið árið [[1920]] og kosningaréttur karla og kvenna gerður jafn.
 
== Ljósmyndir frá Íslandi ==
Óskráður notandi