„Cristiano Ronaldo“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ah3kal (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 217.171.220.250 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Bragi H
Ekkert breytingarágrip
Lína 27:
}}
[[Mynd:Cristiano Ronaldo and Lionel Messi - Portugal vs Argentina, 9th February 2011.jpg|thumb|]]
Da
'''Cristiano Ronaldo''' (fullt nafn '''Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro''', fæddur [[5. febrúar]] [[1985]]) er [[portúgal]]skur [[Knattspyrna|knattspyrnumaður]]. Ronaldo er framliggjandi miðjumaður og vinstri kantmaður.
 
Hann hóf feril hjá [[Sporting Lissabon]] en var síðan keyptur til [[Manchester United]] þar sem hann gerði garðinn frægan. Hann leikur nú með spænska liðinu [[Real Madrid]] en hann var keyptur til liðsins frá United á 80 milljónir punda í júní 2009. Hann var kjörinn knattspyrnumaður ársins af [[FIFA]] árið 2008, 2013 og 2014.
 
Leikni Ronaldo með boltann er mikil og er hann með mestu [[jafnvíga|jafnvígur á báða fætur]] og getur því spilað báðum megin á vellinum. Hann er þekktur fyrir skærin sem hann tekur og fær bæði hrós og gagnrýni fyrir þau. Á öðru tímabili sínu hjá Manchester breyttist leikstíllinn úr einmenningsleik í liðsleik en líklega er [[Diego Maradona|Maradona]] ein af fyrirmyndum hans hvað varðar sólun og skæri.
 
== Ævi ==
Ronaldo fæddist þann 5. febrúar 1985 kemur frá [[Funchal]] á [[Madeira]]-eyjum. Hann var yngsti sonur foreldra sinna, Maria Dolores dos Santos Aveiro og José Dinis Aveiro. Hann fékk seinna nafn sitt í höfuð á þáverandi [[Forseti Bandaríkjanna|Bandaríkjaforseta]] [[Ronald Reagan]], en Reagan var í miklu uppáhaldi hjá föður Ronaldo. Ronaldo á einn eldri bróður, Hugo, og tvær eldri systur, þær Elma og Liliana Cátia.
 
== Sporting CP ==
Þegar Ronaldo var tólf ára var hann farinn að hlaupa af sér fullorðna menn og gat því hæglega spilað með eldri flokkum í félagi sínu. Ferilinn hóf hann hjá [[Nacional]] stærsta liði Madeira eyja, en fór fljótlega til Sporting Lissabon og í fyrsta leik sínum skoraði hann tvö mörk, draumabyrjun hjá liðinu sem hann hafði alla tíð haldið með. [[Alex Ferguson]] tók eftir honum í æfingaleik sem Manchester United spilaði við Sporting Lissabon og fékk strax áhuga á að fá hann til liðs við Manchester United. Lærisveinar hans sögðu við hann að hann yrði að kaupa þennan dreng og svo fór að hann var keyptur haustið 2003.
 
== Manchester United ==
Ronaldo varð fyrsti Portúgalinn í herbúðum United þegar hann var keyptur á £12.24 milljónir punda árið 2003. Hann bað um treyju númer 28 (númerið hans hjá Sporting) en Ferguson sagði að hann skildi bera treyju nr. 7 sem er í goðsagnakennd í herbúðum United en leikmenn eins og David Beckham og Eric Cantona hafa borið þetta númer.
 
Fyrsti leikur Ronaldos fyrir Manchester United var gegn [[Bolton Wanderers]] í 4-0 sigri. Hans fyrsta mark úr aukaspyrnu var hins vegar gegn [[Portsmouth F.C.|Portsmouth]] þann 1. nóvember 2003 í 3-0 sigri þeirra rauðklæddu.
 
Fyrsti titill Ronaldos kom í hús þegar Manchester United urðu bikarmeistarar leiktíðina 2003-04. Síðan þá hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina 3 sinnum, deildarbikarinn og samfélagsskjöldinn tvisvar og United orðið Evrópumeistari- og heimsmeistari félagsliða einu sinni en það var árið 2008.
 
Þann 11. júní 2009 samþykkti Manchester United kauptilboð Real Madrid í Ronaldo upp á 80 milljónir punda eða 13 milljarða íslenskra króna.
 
Ronaldo er bæði framherji og vinstri kantmaður en aðallega vinstri kantmaður. Treyja hans er númer 7 en margir hafa einmitt borið þetta númer hjá liðinu, til dæmis [[David Beckham]] og [[Eric Cantona]]. Leikni Ronaldo með boltann er mikil og er hann jafnvígur á báða fætur og getur því spilað báðum megin á vellinum. Hann er þekktur fyrir skærin sem hann tekur og fær bæði hrós og gagnrýni fyrir þau. Á öðru tímabili sínu hjá Manchester breyttist leikstíllinn úr einmenningsleik í liðsleik en líklega er Diego Maradona ein af fyrirmyndum hans hvað varðar sólun og skæri.
 
Ronaldo var kjörinn knattspyrnumaður ársins 2008, 2013 og 2014 af [[FIFA]].
 
=== Ferill með landsliði Portúgals ===