„Saga Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 36:
Lengst af hefur verið talið að langflestir landnámsmanna hafi komið frá Noregi, nokkrir frá Danmörku og Svíþjóð og fáeinir frá Bretlandseyjum og þá yfirleitt afkomendur norrænna manna sem þar höfðu búið í 1–2 kynslóðir, auk þess sem einhverjir landnámsmanna hefðu kvænst og einnig hefðu þeir tekið með sér eitthvað af þrælum frá Bretlandseyjum. Nýlegar [[erfðafræði]]rannsóknir benda til þess að líklega hafa um 80% karla sem hingað komu verið af norrænum uppruna en aðeins um helmingur kvenna. Þetta þýðir að Íslendingar eru að meira en þriðjungi breskir að uppruna.<ref>Agnar Helgason. „Staðfesta nútíma rannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?“. Vísindavefurinn 4. desember 2000. http://visindavefur.is/?id=1213. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Þessa sést hins vegar lítinn stað í [[íslenska|íslenskri tungu]] og [[íslensk menning|menningu]].
 
Ástæður þess að landnámsmenn fluttust hingað eru einkum taldar tvær. Í fyrsta lagi voru landþrengsli í Noregi, sem raunar hefur einnig verið talin ein helsta ástæða [[víkingar|víkingaferðanna]], og ónumið land í vestri þar sem hægt var að helga sér stór landsvæði hefur þá freistað margra. Auk þess mun ríkismyndun [[Haraldur hárfagri|Haraldar hárfagra]] í Noregi hafa haft áhrif, margir höfðingjar sættu sig ekki við að vera undir veldi hans. En þetta er bara bull.
 
== Þjóðveldið ==