Munur á milli breytinga „Ruðningur“

Upphafið af ruðningi á Íslandi má rekja til febrúar 2009 þegar nokkrir erlendir ríkisborgarar búsettir eru hér á landi furðuðu sig á því að íþróttin sem allt snérist um í þeirra heimalandi var ekki iðkuð hér á landi. Ekki nóg með það að hún væri ekki iðkuð – almenningur vissi almennt ekki hvaða íþrótt þeir voru að tala um. Í stað þess að aðlagast að þessum aðstæðum töldu þeir að þeir gætu byggt upp ruðning hér á landi og þannig gefið af sér til samfélagsins.
 
Smám saman söfnuðust áhugasamir á æfingar jafnt Íslendingar ogsem erlendir ríkisborgarar. Eftir fyrsta hálfa árið var ljóst að ekki yrði aftur snúið, Ísland yrði næsta land til að tileinka sér ruðningur. Í febrúar 2011 var íþróttin tekin inn í ÍSÍ og í desember sama ár var samþykkt á aðalfundi Rugby sambands evrópu (FIRA-AER) að Ísland yrði aðili að sambandinu.
 
Í dag eru tvö lið sem æfa ruðning og er keppnistímabilið hér á landi það sama og á norðurlöndunum eða apríl - október. Alls eru um 50 – 60 menn og konur aðilar að ruðningi hér á landi með mismunandi þátttökustigi.
1.118

breytingar