Munur á milli breytinga „Jóhannes Gijsen“

hreinsaði út óþarfa innri tengla
m (fjarlægði aukastaf)
(hreinsaði út óþarfa innri tengla)
'''Jóhannes Mattías Gijsen''' (upphaflega ''Joannes Baptist Matthijs Gijsen'') ([[7. október]] [[1932]] − [[24. júní]] [[2013]]) var [[biskup]] [[Kaþólska kirkjan á Íslandi|kaþólsku kirkjunnar á Íslandi]] á árunum 1996−2007.
 
Hann fæddist í [[Oeffelt]] í [[Holland]]i og var vígður til prests [[1957]]. Séra Jóhannes var skipaður [[biskup]] í [[Roermond]] í Hollandi [[20. janúar]] [[1972]] og var síðar vígður af [[Páll VI|Páli páfa VI]] í [[Róm]] [[13. febrúar]] [[1972]]. Séra Jóhannes þótti harður í horn að taka af frjálslyndum kaþólikkum í Hollandi og átti í ýmsum útistöðum og deilum. Hann sagði af sér biskupsembættinu í Roermond [[22. janúar]] [[1993]] og fékk embætti biskups í [[Maastricht]] [[3. apríl]] [[1993]] en var síðar skipaður stjórnandi biskupsdæmisins í [[Reykjavík]] [[24. maí]] [[1996]]. Hann gegndi því embætti allt þar til [[Pétur Bürcher]] tók við [[30. október]] [[2007]].<ref>[[Cf.]] [http://212.77.1.245/news_services/bulletin/news/21029.php?index=21029&po_date=30.10.2007&lang=it#RINUNCIA%20DEL%20VESCOVO%20DI%20REYKJAVIK%20(ISLANDA)%20E%20NOMINA%20DEL%20SUCCESSORE Sala Stampa della Santa Sede, ''Bollettino quotidiano del: 30.10.2007, Rinunce e nomine, Rinuncia del Vescovo di Reykjavik (Islanda) e nomina del successore'']</ref>
 
Árið 2010 komu fram í Hollandi ásakanir um að Jóhannes Gijsen hefði gerst sekur um kynferðislega misnotkun gegn börnum í hollenskum skóla á sjötta og sjöunda áratugnum. Hann neitaði þeim ásökunum.<ref>http://www.visir.is/asakanir-kalla-a-hreinsanir/article/2010132085208</ref>
2. nóvember 2012 var birt í Reykjavík skýrsla sem sérstök rannsóknarnefnd, skipuð af kaþólsku kirkjunni, hafði unnið um kynferðisbrot presta og starfsmanna kaþólska söfnuðarins á Íslandi og Landakotsskóla, sem rekinn hafði verið lengi af söfnuðinum.<ref>http://kirkju.net/media/Skyrsla.pdf</ref> Beindust ásakanir ekki síst gegn séra [[Ágúst George]] skólastjóra og [[Margréti Müller]] kennara við skólann. Niðurstaða nefndarinnar var sú að allir biskupar kaþólsku kirkjunnar hefðu brugðist skyldum sínum með því að þagga niður kvartanir yfir hátterni séra Georges og annarra, þar á meðal Jóhannes Gijsen.<ref>http://www.ruv.is/innlent/ofbeldi-thaggad</ref> Var sérstaklega vísað til þess að hann hefði eyðilagt bréf frá manni sem lýsti slæmri reynslu sinni í Landakotsskóla.<ref>http://www.ruv.is/frett/biskup-eydilagdi-vidkvaemt-bref</ref> Jafnframt var þá upplýst að Gijsen biskup hefði árið 1998 lagt til við páfagarð að séra George væri veitt sérstök viðurkenning.<ref>http://m.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/05/sera_georg_fengi_vidurkenningu_pafa/</ref>
 
==Tilvísanir==
==Neðanmálsgreinar==
{{reflist}}