„Frankfurtskólinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 16:
=== Critical Theory ===
[https://en.wikipedia.org/wiki/Critical_theory Critical Theory] er skóli hugsana sem þróaðist í Þýskalandi frá þriðja tug síðustu aldar, af fimm fræðimönnum Frankfúrtskólans, þeim Herbert Marcuse, Theodor Adorno, Max Horkheimer, Walter Benjamin og Erich Fromm. Critical Theory lýsir ný Marxiskri heimspeki þar sem hugmyndafræði samtíma þeirra félaga væri helsta hindrun mannlegrar frelsunar. Samfélagið og menningin var skoðað með gagnrýnum augum og lagt á það mat útfrá félags- og hugvísindum.
 
Fræðimenn Frankfurtskólans endurhugsuðu kenningar Marx um óstöðugleika kapítalismans, til að skilja þá þróun sem var að eiga sér stað á þessum tíma í samfélaginu. Þeir endurskoðuðu þau gildi og grunnþætti sem viðvarandi voru í heiminum á þessum tíma og vildu breyta honum. Þeim fannst fólki stjórnað og vildu koma því undan því valdi sem pólitík og hugmyndir þess tíma höfðu á það. Þeim fannst máttur menningariðnaðarins óyfirstíganleg afl og ein af meginástæðu þess að bylting Marx hefði ekki átt sér stað og gæti ekki átt sér stað þar sem fólki var haldið niðri í neyslusamfélaginu í krafti kapítalismans.