„Frankfurtskólinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ástasól (spjall | framlög)
Lína 1:
== Frankfurtskólinn ==
Frankfurtskólinn var hópur vinstrisinnaðra, marxískra fræðimanna innan stofnunarinnar [https://en.wikipedia.org/wiki/Institute_for_Social_Research Institute for social reasearch], sem var stofnuð í Þýskalandi 3. febrúar árið 1923. Þessi hópur var samansafn af nokkrum af helstu fræðimönnum 20. aldarinnar sem gagnrýndu kapítalismann og Sovéskan sósialisma. Þeir lögðu grunnin af og þróuðu félagslegar kenningar um nútíma samfélag. Allt starf Frankfurtskólans gekk að mestu út á að skilja af hverju kapítalisminn var ekki eins óstöðugur og Marx hafði talið. Flestar rannsóknir dagsins í dag á neyslusamfélaginu eiga sér uppruna til fræðimanna Frankfurtskólans.
=== Sagan ===
Upphaflega stofnaði [https://en.wikipedia.org/wiki/Felix_Weil Félix Weil] ungur marxisti og gyðingur af þýskum ættum, Institute for social research sjálfstæða stofnun undir Háskólanum í Frankfurt. Upphafleg hugmynd Félix Weil var að rannsaka verkalýðshreyfingar og uppruna gyðingahaturs. Ekki löngu eftir að stofnuninni var komið á laggirnar var hún viðurkennd af menntamálaráðuneytinu sem sjálfstæð stofnun undir Frankfurt háskólanum. Fyrsta árið fór starfsemi skólans fram undir beinagrindum hvala í Senckenberg náttúrufræðisafninu. Sama ár hófst bygging nýrrar 5 hæða byggingar sem hýsa átti skólann og lauk með formlegri opnun skólans 3. febrúar 1924. Aðstandendur skólans fluttu sig um set þegar Hitler náði völdum í síðari heimstyrjöldinni, til Geneva í Bandaríkjunum árið 1933 og í Columbia háskólanum í New York 1935. Árið 1951 var hann fluttur aftur til Frankfurt