„Danskur ríkisdalur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Koettur (spjall | framlög)
Danskur ríkisdalur (heiti síðunnar) var svo sannarlega aldrei gjaldmiðillinn í Svíþjóð. Svíar höfðu vissulega sinn eigin ríkisdal en hann var annar gjaldmiðilll.
Lína 1:
'''Ríkisdalur''' var [[gjaldmiðill]] í [[Danmörk]], [[Noregi]] og [[Svíþjóð]]<nowiki/>u þar til komið var á samnorrænu myntbandalagi árið [[1875]] og ríkin tóku upp [[króna|krónu]] sem gjaldmiðil. Í Danmörku var myntin köllun ríkisbankadalur eða frá því að danski ríkisdalurinn var endurreistur eftir hrunið mikla árin 1807-1815. Skömmu fyrir myntbreytinguna 1875 var danski ríkisbankadalurinn 96 skildingar en sænski ríkisdalurinn 48 skildingar. Á 18. öld voru í Danaveldi utan þýsku hertogadæmanna aðallega tvær gerðir ríkisdala, annars vegar [[kúrantdalur]] sem var pappírsmynt og hins vegar [[spesía]] sem var mæld í silfri. Kúrantdalur var pappírsmynt gefinn út af konunglega Kúrantbankanum og var hin venjulega greiðslumynt í Danaveldi til ársins [[1815]]. Spesían var silfurmynt sem var mæld þannig að hver ríkisdalur var 27 grömm af silfri. Á Íslandi var opinbert gangverð milli kúrantdala og spesíu frá árinu 1753 þannig að einn spesíudalur var 12,5 % verðmætari en kúrantdalur. Markaðsverð spesíudala var ennþá hærra í Danmörku, það var 32 % hærra en kúrantdalur árið 1760 og 42% hærra árið 1787 og féll kúrantdalurinn stöðugt í verði og hríðféll svo í hruninu mikla 1807-1815. Við myntbreytingu í Danmörku árið [[1816]] bauðst fólki að skipta á einum ríkisbankadal og sex kúrantdölum. Spesíur voru í umferð á 19. öld en ekki notaðar í venjulegum viðskiptum heldur frekar til gjafa og sem minnispeningur.<ref>{{Vísindavefurinn|736|Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?}}</ref>
 
1 ríkisdalur (''rigsdaler'') = 6 mörk (''marck'') = 96 skildinga (''skilling''). Sá gjaldmiðill var kjarninn í tveimur [[peningakerfi|peningakerfum]] - annarsvegar [[specie kerfi|specie-kerfinu]] og [[kúrant kerfi|kúrant-kerfinu]]. Specie-kerfið byggðist upp á því að 1 skilling jafngilti 263[[milligrömm|mg]] (1/1000 úr [[unsa|unsu]]) af fínhreinsuðu [[silfur|silfri]], og hélst sú skilgreining skillings út allt tímabilið. Eingöngu lítil fjárupphæð var skilgreind í specie-kerfinu, en kúrant-kerfið var notað dags-daglega í verðlagningu og vinnulaunum.