„Skotland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 57:
Skotland var þakið ís á jökulskeiðum [[Pleistósen]]tímabilsins og landslagið er því mjög jökulsorfið. Jarðfræðilega skiptist landið í þrjá meginhluta.
 
[[Skosku hálöndin|Hálöndin]] og [[Skosku eyjarnar|eyjarnar]] liggja norðan og vestan við [[Hálandabrotabeltið]] sem liggur frá [[Arran]] til [[Stonehaven]]. Í þessum hluta Skotlands eru aðallega klettar frá [[Kambríum]]- og [[Forkambríum]]tímabilunum sem lyftust upp síðar, þegar [[Kaledóníski fjallgarðurinn]] myndaðist fyrir 490-390 milljón árum. Innanum er að finna nýrra [[storkuberg]] en leifarnar af því mynda fjallgarðana [[Cairngorms]] og [[Cuillins]] á [[Skye]]. Undantekning frá þessu er [[Old Red Sandstone|rauður sandsteinn]] með miklum steingervingum sem finnst aðallega í [[Moray Firth]].
 
Hálöndin eru fjalllend og þar er að finna hæstu tinda Bretlandseyja. Við Skotland eru yfir 790 eyjar sem skiptast í fjóra meginklasa: Hjaltlandseyjar, Orkneyjar, [[Innri Suðureyjar]] og [[Ytri Suðureyjar]]. Þar er að finna fjölda vatna, eins og [[Loch Lomond]] og [[Loch Ness]]. Við ströndina eru sums staðar lág beitilönd sem eru kölluð ''[[machair]]''.
Lína 63:
[[Miðláglöndin]] eru [[sigdalur]] með steinmyndunum frá [[Fornlífsöld]]. Mörg setlög á þessu svæði eru efnahagslega mikilvæg því þau innihalda [[járn]] og [[kol]] sem standa undir skoskum þungaiðnaði. Á þessu svæði hefur líka verið mikið um eldvirkni. Fjallið [[Sæti Artúrs]] við Edinborg er til dæmis leifar af kulnuðu eldfjalli. Miðláglöndin eru almennt flatlend en þó eru hæðir eins og [[Ochils]] og [[Campsie Fells]] aldrei langt undan.
 
[[Syðri upplöndin]] eru um 200 km löng hæðadrög með breiðum dölum á milli. Þau liggja sunnan við annað brotabelti (Syðra upplandabeltið) sem liggur frá [[Girvan]] til [[Dunbar]]. Þau eru aðallega mynduð úr seti frá [[Sílúrtímabilið|Sílúrtímabilinu]] fyrir 4-500 milljón árum. Hæsti tindur Upplandanna er [[Merrick (Galloway)|Merrick]] sem nær 843 metra hæð. Þar er líka hæsta þorp Skotlands, [[Wanlockhead]], í 430 metra hæð.
 
===Veðurfar===