Munur á milli breytinga „Natan Ketilsson“

1.745 bætum bætt við ,  fyrir 5 árum
Breytti ýmsu í orðalagi textans og bætti við lista um ritverk um Natan og konurnar í lífi hans
(Ný síða: '''Natan Ketilsson''' (179214. mars 1828), sem kallaði sig sjálfur '''Nathan Lyngdahl''', var íslenskur skottulæknir sem bjó seinast á [[Illugastaðir (Vatnsn...)
 
(Breytti ýmsu í orðalagi textans og bætti við lista um ritverk um Natan og konurnar í lífi hans)
'''Natan Ketilsson''' ([[1792]] – [[14. mars]] [[1828]]), sem kallaði sig sjálfur '''Nathan Lyngdahl''', var íslenskur sjálfmenntaður læknir ([[skottulæknir]]) sem bjó seinast á [[Illugastaðir (Vatnsnesi)|Illugastöðum]] á [[Vatnsnes]]i í [[Vestur-Húnavatnssýsla|Vestur-Húnavatnssýslu]] og var myrtur þar ásamt öðrum manni. Morðingjar hans voru teknir af lífi og var það síðasta [[aftaka]] á Íslandi.
 
== Ferill ==
Hann var fæddur í Hólabæ í [[Langidalur (Húnaþingi)|Langadal]], sonur Ketils Eyjólfssonar og Guðrúnar Hallsdóttur. Faðir hans dó [[1802]] og ólst Natan upp hjá vandalausum eftir það. SagtHann erkomst til hannKaupmannahafnar hafiog siglthugðist læra til útlandalækninga áþar ungaen aldriþau ogáform þóstbrugðust að mestu þó þótti hann hafa forframast þar nokkuð og litiðleit stórt á sig eftir heimkomuna. Hann virðist hafa verið vel gefinn og að mörgu leiti hæfileikaríkur, stundaði lækningar og þótti klókur á því sviði enda hafði honum tekist að aflað sér nokkurrar þekkingar og reynslu. Hann var sagður hafa tekið háar greiðslur fyrir lækningar á þvíefnuðu svíði,fólki en þógerði varmun sagtlægri kröfur hannþegar læknaðifátæklingar eingönguáttu ríkaí mennhlut.
 
Natan var óvenjulegur maður og umtalaður, hafði á sér fremur illtvafasamt orð og þótti óprúttinn, brögðóttur og viðsjárverður og var grunaður um óráðvendni. Hann var dæmdur til 15 vandarhögga [[hýðing]]ar fyrir hylmingu og aðild að þjófnaði og í [[Landsyfirréttur|yfirrétti]] var hann dæmdur [[10. janúar]] [[1825]] fyrir ósvífni og hortugheit fyrir rétti. Sagt er að hann hafi verið dómaranum í héraði, [[Jón Espólín|Jóni Espólín]], svo erfiður að þegar réttarhaldinu lauk hafi Jón ort tvær formælingarvísur um sakborninginn og er þetta sú seinni:
 
:: Kremji þig alls kynja skæð,
:: bölvaður Natan Satans.
 
Hætt er við að dómsmeðferðin hafi ekki verið óvilhöll ef þetta var viðhorf dómarans til hins ákærða. Þetta var ekki í eina skiptið sem minnt var á að nafn Natans rímaði við nafn Skrattans og fóru á kreik sögur um að þegar móðir Natans gekk með hann hefði sá illi sjálfur vitjað nafns og heimtað að barnið yrði skírt eftir sér en presturinn hefði neitað og því hefði drengurinn verið látinn heita Natan en ekki [[Satan]]. Nafnið var þá nær óþekkt á Íslandi.
 
Natan var fjölþreifinn til kvenna og eignaðist börn víða. Þekktasta ástkona hans var þó [[Rósa Guðmundsdóttir]], Vatnsenda-Rósa, en Natan réðist til hennar og Ólafs manns hennar þegar þau bjuggu á Lækjamóti í Víðidal og var að einhverju leyti viðloðandi heimili þeirra þar og á Vatnsenda um tíma. Almannarómur sagði að Natan ætti börn semmeð RósaRósu, fæddiþað er að segja Ræósant Bertold f. 1824 og 1825Þórönnu enRósu þegarf. 1825. Þegar hún fæddi dótturdótturina Súsönnu 1826 var hún skrifuð Natansdóttir og játaði Rósa hjúskaparbrot fyrir rétti. Þau Ólafur bjuggu þó saman í nokkur ár í viðbót.
 
== Morðið á Illugastöðum ==
Natan flutti að Illugastöðum á Vatnsnesi 1826 og fékk kornunga stúlku, Sigríði Guðmundsdóttur, fyrir bústýru og hóf þegar ástarsamband við hana. Um það leyti sendi hann Rósu bréf og sleit sambandi þeirra. HúnÞetta tókbréf þaðer mjögekki nærritil séren ogsvarbréf svaraðiRósu honumhefur meðvarðveist. Það er langt [[ljóðabréf]]i þar sem hún lýsir ást sinni þrátt fyrir allaallt sem á undan sviksemivar hansgengið.
 
Í mars 1828 myrtu þau Sigríður, [[Agnes Magnúsdóttir]], vinnukona á Illugastöðum, og unglingurinn [[Friðrik Sigurðsson]] frá Katadal Natan þar sem hann svaf í rúmi sínu og einnig annan mann sem var gestkomandi á bænum, [[Fjárdráps-Pétur Jónsson]]. Sigríður var í vitorði með þeim. Mun tilgangurinn líklega aðallega hafa verið að komast yfir fjármuni Natans en sagt var að hann ætti töluvert af peningum. Fengurinn mun þó hafa verið minni en morðingjarnir bjuggust við. Þau kveiktu í bænum til að reyna að fela verksummerkin en grunur féll þegar á þau. Voru þau öll dæmd til dauða en Sigríður var þó náðuð og flutt til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] til ævilangrar vistar í [[Spunahúsið|Spunahúsinu]]. Agnes og Friðrik voru hálshöggvin [[12. janúar]] [[1830]] og var [[böðull]]inn Guðmundur, bróðir Natans.
 
Á meðal barna Natans var Hans Natansson, skáld og bóndi, seinast á Þóreyjarnúpi.
 
=== Heimildir um Natan Ketilsson===
Mikið hefur verið skrifað um Natan og konurnar í lífi hans, bæði sagnfræðilegar bækur og ritgerðir, skáldsögur, leikrit og kvikmyndir.
* Bryjúlfur Jónsson frá Minnanúpi 1912. Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu.
* Gísli H. Kolbeins 2007. Skáld-Rósa: ljósmóðirin Rósa Guðmundsdóttir.
* Gísli Konráðsson 1892. Sagan af Natani Ketilssyni.
* Guðbrandur Jónsson 1936. Dauði Natans Ketilssonar. Blanda 36, 1-36.
* Guðlaugur Guðmundsson 1974. Enginn má undan líta: sagnfræðilegt skáldrit sem varpar nýju ljósi á morðmálin í Húnaþingi, aðdraganda þeirra og afleiðingar.
* Tómas Guðmundsson 1967. Friðþæging. Bókarkafli í Horfin tíð, bls. 137-170.
* Tómas Guðmundsson 1999. Þó að kali heitur hver. Bókarkafli í Sagnaþættir, bls.23-77.
'''Annað áhugavert efni um Natan, Rósu og Agnesi:'''
* Birgir Sigurðsson 1978. Skáld-Rósa. (Leikrit í 3 þáttum).
* Eline Hoffmann 1928. Dauðu Natans Ketilssonar: sögulegt leikrit í 7 sýningum. (Þýtt úr dönsku).
* Þorgeir Þorgeirson 1980. Yfirvaldið. Skáldsaga eftir bestu heimildum og skilríkjum.
* Hanna Kent 2015. Náðarstund, Anes Magnúsdóttir, ást hennar, glæpur og aftaka. Þýð. Jón Stefán Kristjánsson. JPV útgáfa, Reykjavík
 
== Heimildir ==
1.729

breytingar