Munur á milli breytinga „Fjölgyðistrú“

ekkert breytingarágrip
Þó fjölgyðistrú sé algjörlega á öndverðum meiði við [[eingyðistrú]] þá eru þau ekki laus við hugmyndina um einn almáttugan og alvitran [[Guð]] sem yfir alla aðra er hafinn. Í fjölgyðistrúarbrögðum er þetta æðsta goðmagn yfirleitt yfirboðari eða foreldri hinna goðmagnanna. Dæmi um slíka guði eru [[Seifur]], [[Júpíter]] eða [[Óðinn]].
 
Innan fjölgyðistrúarbragða raðast goðmögnin oft upp í svokölluð ''guðakerfi'' þar sem hver guð hefur sitt hlutverk og oftar en ekki valdsvið í heimsmyndinni. Þannig var [[Apollon]] meðal annars guð tónlistar og skáldskapar í grískum átrúnaði. [[Neptúnus]] var sjávarguð hjá [[Róm]]verjum og meðal [[Egyptaland|forn-Egypta]] var [[Ósíris]] guð undirheima og dauðra. Þessa verkskiptingu má auðvitað einnig sjá í hinum forna átrúnaði norrænna manna. Þar var [[Bragi (norræn goðafræði)|Bragi]] t.d.til dæmis guð tónlistar og skáldskapar en [[Njörður (norræn goðafræði)|Njörður í Nóatúnum]] var sjávarguð líkt og Neptúnus.
 
== Heimild ==
1.118

breytingar