„Jónas Hallgrímsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Syum90 (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 217.171.220.251 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Syum90
Lína 2:
'''Jónas Hallgrímsson''' ([[16. nóvember]] [[1807]] að [[Hraun í Öxnadal|Hraun]]i í [[Öxnadalur|Öxnadal]] – [[26. maí]] [[1845]] í [[Kaupmannahöfn]]) var [[Ísland|íslenskt]] [[skáld]] og [[náttúrufræði]]ngur. Hann var afkastamikill rithöfundur, [[ljóð]]skáld og þýðandi og var einn af stofnendum [[tímarit]]sins [[Fjölnir (tímarit)|Fjölnis]]. Hann dó í Kaupmannahöfn árið 1845 vegna [[blóðeitrun]]ar, sem stafaði af [[fótbrot]]i sem hann hlaut við að detta niður stiga.
 
== Ævi ==
Jónas var sonur [[Hallgrímur Þorsteinsson|Hallgríms Þorsteinssonar]] aðstoðarprests og Rannveigar Jónasdóttur. Hann átti þrjú systkini, Þorstein (1800), Rannveigu (1802) og Önnu Margréti (1815). Á öðru ári fluttist Jónas ásamt fjölskyldu sinni til [[Steinsstaðir (Öxnadal)|Steinsstaða]] í Öxnadal og var það árið [[1809]]. Faðir hans drukknaði í [[Hraunsvatn]]i árið 1816 og var Jónas þá sendur í fóstur að [[Hvassafell|Hvassafelli]] í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]], þar sem móðursystir hans bjó. Síðar var honum komið til náms hjá séra [[Jón Jónsson lærði|Jóni lærða Jónssyni]] í [[Möðrufell]]i. Þar hlaut hann kennslu veturinn [[1819]]-[[1820|20]]. Jónas var fermdur vorið 1821 heima í Öxnadal. Því næst fór hann í heimaskóla í [[Goðdalir|Goðdölum]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]] þar sem hann stundaði nám veturna 1821-1823 hjá séra [[Einar H. Thorlacius|Einari H. Thorlacius]], tengdasyni Jóns lærða. Þaðan lá leið hans til [[Bessastaðaskóli|Bessastaðaskóla]] og þar var hann við nám í sex vetur til 1829.
 
Að loknu stúdentsprófi starfaði Jónas sem skrifari hjá Ulstrup bæjar- og landfógeta í Reykjavík þar sem hann bjó einnig. Þá starfaði hann sem [[verjandi]] í nokkrum málum fyrir [[landsréttur|landsrétti]]. Segir sagan að Jónas hafi beðið Christiane Knudsen veturinn [[1831]]-[[1832|32]], en hún hafi hafnað honum.
 
== Nám og störf ==