Munur á milli breytinga „Sameinuðu þjóðirnar“

ekkert breytingarágrip
</onlyinclude>
[[Mynd:United Nations Members.svg|thumb|left|Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna]]
Sameinuðu þjóðirnar skiptast í sex stofnanir: [[Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna|allsherjarþingið]], [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|öryggisráðið]], [[Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna|efnahags- og félagsmálaráðið]], [[Gæsluverndarráð Sameinuðu þjóðanna|gæsluverndarráðið]], [[Aðalskrifstofa Sameinuðu þjóðanna|aðalskrifstofuna]] og [[Alþjóðadómstóllinn|alþjóðadómstólinn]]. Að auki eru fjölmargar undirstofnanir, t.d.til dæmis [[Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna|UNICEF]] og [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin|WHO]]. Valdamesti og mest áberandi embættismaður Sameinuðu þjóðanna er [[Aðalritari Sameinuðu þjóðanna|aðalritarinn]].
 
Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar eftir lok [[Síðari heimsstyrjöld|síðari heimsstyrjaldar]] af sigurvegurum stríðsins í þeirri von að samtökin myndu koma í veg fyrir frekari [[stríð]] í framtíðinni vegna sameiginlegra öryggishagsmuna aðildarríkja. Núverandi uppbygging samtakanna ber vott um þær aðstæður sem uppi voru þegar þau voru stofnuð; sérstaklega sér þeirra stað í Öryggisráðinu, þar sem fimm ríki hafa fast sæti og [[neitunarvald]]. Þau eru: [[Alþýðulýðveldið Kína]] (leysti af hólmi [[Lýðveldið Kína]]), [[Bandaríkin]], [[Bretland]], [[Frakkland]] og [[Rússland]] (leysti af hólmi [[Sovétríkin]]).
1.118

breytingar