„Dauðarefsing“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
'''Dauðarefsing''' felst í því að [[aftaka|taka af lífi]] [[Dómur|dæmda]] [[Sakamaður|sakamenn]] í [[refsing]]arskyni. [[aftaka|Aftökur]] á brotamönnum og pólitískum andstæðingum hafa verið hluti af nánast öllum samfélögum í gegnum tíðina en hafa nú verið afnumdar í mörgum [[land|löndum]]. Flest ríki í [[Evrópa|Evrópu]], [[Ameríka|Ameríku]] og [[Eyjaálfa|Eyjaálfu]] hafa afnumið dauðarefsingu úr lögum sínum, annaðhvort algjörlega eða fyrir glæpi sem ekki eru framdir við sérstakar aðstæður eins og til dæmis á [[stríð]]stímum eða þá að þau hafa ekki tekið neinn af lífi í lengri tíma. Stærsta undantekningin eru [[Bandaríkin]]. Í [[Asía|Asíu]] halda flest ríki í dauðarefsingu og í [[Afríka|Afríku]] eru ríkin álíka mörg sem að nota dauðarefsingu og þau sem gera það ekki.
 
Þar sem dauðarefsing er notuð er það vegna þeirra glæpa sem metnir eru alvarlegastir í hverju samfélagi. Oft er það aðeins [[morð]] en í mörgum ríkjum einnig fyrir glæpi eins og: [[landráð]], [[nauðgun|nauðganir]], [[fíkniefni|fíkniefnaglæpi]], [[þjófnaður|þjófnaði]], [[spilling]]u, [[hryðjuverk]], [[sjórán]] og [[íkveikja|íkveikjur]]. Ýmis hegðun tengd [[trúarbrögð]]um og [[kynlíf]]i varðar ekki lengur við dauðarefsingu víðast hvar, þar má nefna [[galdrar|galdra]], [[villutrú]], [[trúleysi]], [[samkynhneigð]] og [[hórdómur|hórdóm]]. Í [[her]]jum eru oft sérstakir herdómstólar sem að dæma menn til dauða fyrir [[heigulsháttur|heigulshátt]], [[liðhlaup]], [[óhlýðni]] eða [[uppreisn]]ir.
 
Þær aðferðir sem beitt hefur verið við fullnustu dauðarefsingar eru fjölmargar og takamarkast aðeins af hugmyndaauðgi þeirra sem í hlut eiga en einna algengast er að fólk sé skotið, [[henging|hengt]], [[hálshögg]]við eða líflátið með [[eitur|eitri]].