Munur á milli breytinga „Grikkland hið forna“

ekkert breytingarágrip
m (Removing Link FA template (handled by wikidata))
'''Grikkland hið forna''' vísar til hins [[Forngríska|grískumælandi]] heims í [[fornöld]]. Það vísar ekki eingöngu til þess landsvæðis sem [[Grikkland]] nær yfir í dag, heldur einnig landsvæða þar sem grískumælandi fólk bjó í fornöld: [[Kýpur]] og [[Eyjahaf]]seyja, [[Jónía|Jóníu]] í [[Litla Asía|Litlu Asíu]] (í dag hluti [[Tyrkland]]s), [[Sikiley]]jar og Suður-[[Ítalía|Ítalíu]] (nefnt Stóra Grikkland eða ''[[Magna Graecia]]'' í fornöld) og til ýmissa grískra nýlendna til dæmis í [[Kolkis]] (við botn [[Svartahaf]]s), [[Illyría|Illyríu]] (á [[Balkanskagi|Balkanskaga]] við strönd [[Adríahaf]]s), í [[Þrakía|Þrakíu]], [[Egyptaland]]i, [[Kýrenæka|Kýrenæku]] (í dag [[Líbýa]]), suðurhluta [[Gallía|Gallíu]] (í dag Suður-[[Frakkland]]), á austur og norðaustur [[Íberíuskagi|Íberíuskaga]], í [[Íbería|Íberíu]] (í dag [[Georgía|Georgíu]]) og [[Táris]] (í dag [[Krímskagi|Krímskaga]]).
 
Tímabilið nær frá því er grískumælandi menn settust fyrst að í Grikklandi á 2. árþúsundi f.Kr. og nær til loka fornaldar og upphafs [[kristni]] (kristni varð til áður en fornöld lauk en kristin menning er venjulega ekki talin til klassískrar fornaldarmenningar Grikklands). Flestir [[sagnfræði]]ngar telja að í Grikklandi hinu forna liggi rætur vestrænnar menningar. Grísk menning hafði mikil áhrif á [[Rómaveldi]], sem miðlaði menningunni áfram til margra landa [[Evrópa|Evrópu]]. Aukinheldur hafði enduruppgötvun Vestur-Evrópubúa á forngrískri menningu á [[14. öld|14.]] – [[17. öld]] afgerandi áhrif á evrópska menningu. Hún hefur haft gríðarlega mikil áhrif á [[tungumál]], [[stjórnmál]], [[menntun]], [[heimspeki]], [[vísindi]] og [[listir]] Vesturlanda. Hún var megininnblástur [[Endurreisnin|endurreisnarinnar]] í [[Vestur-Evrópa|Vestur-Evrópu]] enog hafði aftur mikil áhrif á ýmsum [[Nýklassisismi|nýklassískum]] skeiðum á [[18. öld|18.]] og [[19. öld]] í Evrópu og [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]].
 
== Tímabil ==
1.118

breytingar