„Svartidauði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Syum90 (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 157.157.99.17 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Syum90
Lína 1:
{{aðgreiningartengill1|Svartidauði|[[Brennivín]]}}
[[Mynd:Burying Plague Victims of Tournai.jpg|thumb|right|Greftrun fórnarlamba svarta dauða í Tournai. Smámynd úr "The Chronicles of Gilles Li Muisis" (1272-1352)]]
'''Svartidauði''' (eða '''svarta fárið''') var einn skæðasti heims[[faraldur]] sögunnar og náði hámarki í [[Evrópa|Evrópu]] um miðja [[14. öld]]. Almennt er talið að sýkillinn hafi verið bakterían ''[[Yersinia pestis]]'' sem veldur [[Plága (sjúkdómur)|plágu]] eða pest. Margir telja að sjúkdómurinn hafi borist frá Asíu og breiðst út með [[Rotta|rottum]]. Áætlað hefur verið að um 75 milljónir manna alls hafi látist úr farsóttinni, þar af í Evrópu 25–30 milljónir, eða þriðjungur til helmingur íbúa álfunnar á þeim tíma.
 
Pestin gekk um alla Evrópu á árunum [[1348]] – [[1350]] en barst þó ekki til Íslands þá, sennilega einfaldlega vegna þess að engin skip komu til Íslands þau tvö ár sem pestin geisaði á Norðurlöndum og í Englandi. Ýmist tókst ekki að manna skipin vegna fólksfæðar eða þá að skipverjar dóu á leiðinni og skipin komust aldrei alla leið. Töluverður vöruskortur var í landinu vegna siglingaleysis og er meðal annars sagt að leggja hafi þurft niður altarisgöngur um tíma af því að prestar höfðu ekki [[messuvín]].
 
Pestin kom aftur upp rétt eftir aldamótin2015🍭🍭🍭🔧🔧🔧📧📧😏😏🔪🔪🔪🔪🔪aldamótin 1400 á Ítalíu og breiddist út til ýmissa landa en varð þó líklega hvergi viðlíka faraldur og á Íslandi, þar sem hún gekk 1402-1404. Sóttin gaus aftur upp í Evrópu hvað eftir annað fram á 18. öld en varð þó aldrei eins skæð og þegar hún gekk fyrst yfir.
 
Á síðari tímum hafa komið fram efasemdir um að plágubakterían hafi valdið svartadauða á Íslandi. Ástæðurnar eru meðal annars þær að svartidauði fór um Ísland eins og eldur í sinu þó að landið væri laust við rottur, að útbreiðsla sjúkdómsins var miklu hraðari en þekkt er þegar um ''[[Yersinia pestis]]'' er að ræða, og að meðgöngutími svartadauða virðist hafa verið miklu lengri en meðgöngutími plágu, eða allt að einum mánuði<ref>J. Kelly, ''The Great Mortality, An Intimate History of the Black Death, the Most Devastating Plague of All Time'', (New York, NY: Harper Collins, 2005), bls. 295.</ref> <ref>B. Gummer, ''The Scourging Angel: The Black Death in the British Isles'', (London: Bodley Head, 2009).</ref>