„Bygg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 24:
== Verkun Byggs ==
Bygg þarf að meðhöndla til að það þoli langa geymslu og mygli ekki og skemmist og þarf þurrefni að vera að minnsta kosti 86%. Bygg er einkum þurrkað á tvennan hátt með stíuþurrkun og með færiþurrkun (þurrksíló) en með þeirri aðferð er byggið þurrkað í turnum og fært um á meðan á þurrkun stendur.
Bygg er einnig votverkað með ýmsum hætti, aðallega með að súrsa það í loftþéttum geymslum og opnum geymslum með og án þess að nota [[própíonsýra|própíonsýru]]. Bygg þarf að vera þurrt (þurrefni ekki minna en 60%) og útiloka þarf súrefni til að náttúruleg súrsun takist vel. Oft er notuð própíonsýra við verkun byggs í lofttæmdum geymslum og eru notaðir 5 lítrar af sýru í hvert tonn af byggi. Hægt er að auka geymsluþol byggs í yfirbreiddri stæðu (bing, stíum eða gryfjum) með því að blanda í arð própíonsýru en við slíka vinnslu þarf meira magn af sýru og að tryggja jafna dreifingu og gæta hreinlætis við þreskingu og slátt.
Lútun er öfugt ferli við sýringu eða súrsun en með því brotnar lignin í kornskurninni niður og byggið verður auðmeltara. Sterkjan í byggingu verður aðgengilegri og ekki nauðsynlegt að vals eða grófmala kornið. Þrjár aðferðir eru við lútun en það eru votlútun, þurrlútun og ammóníakmeðhöndlun.
Möltun er aðferð til að búa til malt úr bygi með að láta fræ spíra en þá myndast ensím eða hvatar sem brjóta niður sterkjuna í fræforðanum. Þegar korn hefur verið maltað er það notað til ölgerðar.