„Gottorp“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Upphaf býlisins.
Viðbót
Lína 1:
'''Gottorp''' er [[eyðibýli]] við vestanvert [[Hóp|Hópið]] í [[Vestur-Húnavatnssýsla|Vestur-Húnavatnssýslu]], rétt vestan við ósa [[Víðidalsá]]r. [[Lárus Gottrup|Lauritz Gottrup]] lögmaður á [[Þingeyrar|Þingeyrum]] stofnaði býlið út úr jörðinni Ásbjarnarnesi, á rústum gamals eyðibýlis sem hét Þórdísarstaðir, rétt fyrir aldamótin 1700 (líklega 1694 eða 95) og lét býlið heita ''Gottrup'' eða ''Gottorph'' í höfuðið á eigandanum. Orsök þess að lögmaðurinn lét byggja ætla menn að hafi verið að jörðin sjálf, Ásbjarnarnes myndi eyðileggjast vegna ágangs sands. Í Sjávarborgarannál (skr. 1727-1729) segir svo frá árið 1692: Þá féll sandur yfir allan bæinn Ásbjarnarnes í Vestarahópi (er Víga-Barði bjó á forðum) og aftók hann hreint, ásamt tún allt. Kom þetta sandfallsrok og drif úr Þingeyrasandi í sterku norðanveðri. Var þar eftir bærinn (sem nú er nefndur) Gottrup settur á einn útarm eður tanga áðurtéðrar jarðar, og er nú 10 hndr. leiga. (Annálar 1400-1800, IV, 314-315).
 
Ættarnafnið Gottrup er frá Suður-Slésvík, kennt við Gottorp Slot. Fyrri liður nafnsins er talinn vera mannsnafnið Goti en seinni liðurinn samsvarar orðinu þorp. Hertogaættin sem kennd var við Gottorp var komin af Friðriki I Danakonungi. Suðurjóskir hertogar sátu í Gottorp frá 1268-1713 en síðan voru þar herbúðir frá 1850-1945. Frá 1947 er þar minja- og skjalasafn fyrir Suður-Slésvík.
 
Í Gottorp þykir fagurt um að litast niður við Hópið þar sem [[Skollanes]] gengur norður í vatnið. [[Stapi]] er um 60 metra hár klettur sem er í miðju landi jarðarinnar og sést víða að.