„Sauðafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Að afloknu stúdentsprófi 1884 dvaldi Árni Þórarinsson, síðar prestur á Snæfellsnesi, um sumarið á Sauðafelli hjá Guðmundi Jakobssyni og Þuríði systur Árna og segir m.a. frá banvænni taugaveiki sem kom þá upp á Sauðafelli. Frá séra Jakobi Guðmundssyni, presti á Sauðafelli og þingmanni Dalamanna, segir skemmtilega í 4. bindi ævisögu Árna prests Þórarinssonar, á Snæfellsnesi. Séra Jakob var hestamaður, hagyrðingur góður og stundaði lækningar eins og fleiri prestar á þeirri tíð. Hann fékkst ennfremur við uppfræðslu barna og unglinga og hafði mikil menningarleg áhrif í héraði. Um skeið gaf hann t.d. út blaðið "Bóndi".
 
Í bók Björns Th. Björnssonar, Muggur, ævi hans og list, Helgafell 1960, er sagt frá því að Muggur hafi málað litlar landslagsmyndir í olíulitum á Sauðafelli og hafi orðið elskur að útsýninu fram í Hundadalina, séð af klettunum milli Sauðafells og Erpsstaða. Þá útsýn velur hann einnig fyrir smalamyndir líkar þeim sem hann gerði árið áður og fær þá einn af sonum Björns sýslumanns Bjarnarsonar til að sitja fyrir. Auk þess málar hann mynd af gömlu kirkjunni á Sauðafelli og aðra af bæjarhúsunum svo og kirkjunni á Kvennabrekku.
 
Breskur loftvarnarbelgur, sem slitnað hafði frá Bretlandi og hrakist til Íslands, náðist við Sauðafell í nóvember 1940.