„Ólafur Ragnar Grímsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 74:
=== Framboð til forseta Íslands 2012 ===
Í nýársávarpi 2012 lét Ólafur að því liggja að hann hygðist snúa til annarra starfa og mundi því ekki bjóða sig fram til forseta Íslands 2012. Hann neitaði síðar að skýra mál sitt frekar, þegar hann var inntur eftir því. Efnt var til undirskriftasöfnunar til að skora á Ólaf að bjóða sig fram og skrifuðu rúmlega 30.000 undir áskorunina. Á blaðamannafundi í lok febrúar sagðist Ólafur vera að íhuga framboð og mundi gefa svar eftir eina til tvær vikur. Hann tilkynnti loks framboð sitt til forsetaembættis 4. mars 2012. Í [[Forsetakosningar á Íslandi 2012|forsetakosningunum 2012]] náði Ólafur endurkjöri með tæp 53% greiddra atkvæða. Hann var settur inn í embættið þann 1. ágúst og hófst þar með er 5. kjörtímabil hans sem forseti Íslands. Enginn fyrri forseta hefur setið lengur en 4 kjörtímabil.
==Nýársávarp 2016==
Í nýársávarpi 1. janúar 2016 lýsti Ólafur því yfir að hann hyggðst ekki sækja um endurkjör. En hann lagði áherslu á að halda áfram að vinna áfram að samvinnu á Norðurslóðum og með háskólunum, ungu fólki í vísindum, rannsóknum og fræðastarfi og styrkja þekkingartengslin milli Íslands og annarra landa.<ref>[http://www.ruv.is/frett/afdrattarlaus-yfirlysing Afdráttarlaus yfirlýsing] Skoðað 5. janúar 2016. </ref>
 
== Tilvísanir ==