„Ólafur Thors“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 157.157.11.126 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 2A00:C88:4000:A00C:34BD:159F:2901:6CAB
Lína 13:
Ólafur var dómsmálaráðherra í tæpa tvo mánuði í forföllum [[Magnús Guðmundsson|Magnúsar Guðmundssonar]] árið 1932 (frá 11. nóvember til þorláksmessu, 23. desember) en var atvinnumálaráðherra í þjóðstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks; 17. apríl 1939 - 16. maí 1942.
 
Ólafur myndaði fyrstu ríkisstjórn sína 16. maí 1942, minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, og var sjálfur forsætis og utanríkisráðherra. Ríkistjórnin sat á meðan verið var að breyta kjördæmaskipan. Ólafur baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 14. nóvember en sat uns [[Sveinn Björnsson]] ríkisstjóri skipaði [[Utanþingsstjórnin|utanþingsstjórn]] undir forsæti [[Björn Þórðarson|Björns Þórðarsonar]] 16. desember sama ár. Ólafur kaus ekki Svein Björnsson forseta þegar Alþingi kaus forseta lýðveldisins í fyrsta skiptið árið [[1944]] vegna óánægju með að ÓlafurSveinn skyldi skipa utanþingsstjórn.
 
Ólafur myndaði [[nýsköpunarstjórnin]]a 21. október 1944, með [[Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokknum]] og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokknum]]. Í Nýsköpunarstjórninni var Ólafur líkt og í fyrri stjórn hvorttveggja forsætis- og utanríkisráðherra. Stjórnin fékk lausn frá störfum 21. október en sat fram til 4. febrúar 1947 er Sjálfstæðismenn höfðu samið við Framsóknarflokk og Alþýðuflokk um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forsæti Alþýðuflokksmansins [[Stefán Jóhann Stefánsson|Stefáns Jóhanns Stefánssonar]]. Í þeirri stjórn fór [[Bjarni Benediktsson (f. 1908)|Bjarni Benediktsson]] fyrir SjálfstæðismönnummSjálfstæðismönnum.
 
Þriðja stjórn Ólafs var minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, sem leysti stjórn Stefáns Jóhanns af hólmi 6. desember 1949 og sat fram til 14. mars 1950. Þá tók Ólafur sæti í ríkisstjórn [[Steingrímur Steinþórsson|Steingríms Steinþórssonar]] sem samkomulag hafði náðst um milli framsóknarmanna og sjálfstæðismanna. Hvorki Ólafur né Hermann Jónasson formaður Framsóknarflokksins sættu sig við að sitja í ríkisstjórn undir forsæti hins og því varð Steingrímur forsætisráðherra.
 
Ólafur myndaði þó að lokum sjálfur nýja ríkistjórn með framsóknarmönnum og stýrði henni frá 11. september 1953 til 24. júlí 1956 er [[Hermann Jónasson|Hermanni Jónassyni]] hafði tekist að mynda stjórn [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokks]], [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokks]] og [[Alþýðubandalagið|Alþýðubandalags]], eftir að upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafði slitnað 27. mars.
 
Sjálfstæðisflokkurinn varði stjórn [[Emil Jónsson|Emils Jónssonar]] vantrausti meðan nýrri kjördæmaskipan var komið á. Að því loknu myndaði Ólafur fimmtu ríkisstjórn sína 1959, [[Viðreisnarstjórn|viðreisnarstjórnina]], með Alþýðuflokknum og var forsætisráðherra frá 20. nóvember 1959 til 14. nóvember 1963, er hann sagði af sér af heilsufarsástæðum. Tók dr. Bjarni Benediktsson við forsætisráðherrastöðunni. Ólafur sat áfram á þingi en lést á gamlársdag 1964.