„Ultravox“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{hreingera}}
[[Mynd:Ultravox Brilliant Tour London 2012 (2).jpg|thumbnail|Ultravox á endurkomutónleikum árið 2012 í London.]]
Ultravox var einn af aðalboðberum breskrar [[rafpopp]]tónlistarstefnu í byrjun 9. áratugarins. Helstu áhrif Ultravox á fyrstu árum þess voru breskar pönk og nýbylgjustefnur og síðar meir frá [[Hljóðgervlapopp|hljóðgervlapoppi]]. Hún fékk innblástur af listaskóla-glysrokki frá hljómsveitum eins og Roxy Music, The New York Dolls, og eins frá fyrstu plötum Da vidDavid Bowie og Brian Eno.
 
Hljómsveitin var stofnuð af John Foxx (söngur, lagahöfundur og hljómborðsleikari). Gekk hún fyrst undir nafninu Tiger Lily, og samanstóð af John Foxx áðurnefndum, Chris Cross (bassi, gítar), Billy Currie (hljómborð, fiðlur), Stevie Shears (gítar) og Warren Cann (slagverk). Sendi hljómsveitin frá sér eina smáskífu árið 1973, áður en þeir breyttu nafninu sínu í Ultavox! Þeir gerðu samning við Island Records árið 1976, og gáfu út sína fyrstu plötu, Ultravox!, í febrúar 1977. Platan seldist illa og náði ekki inn á breska vinsældarlistann.