„Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
GünniX (spjall | framlög)
m ISBN
Lína 100:
Joseph Smith sagðist hafa fengi snemma í sögu kirkjunnar opinberun frá Guði um að fjölkvæni og [[fjölveri]] væri honum þóknanlegt og æskilegt. Smith skrifaði fyrst um þetta árið 1843 þó svo að opinberunin hafi átt sér stað mörgum árum áður. Það þótti talsvert hugrekki til að tala fyrir fjölkvæni þar sem það opnaði fyrir heiftarlegar árásir og ofsóknir gagnvart söfnuðinum. Í upphafi voru flestir mormónar óviljugir að taka sér marga maka og samkvæmt ýmsum heimildum gerðu þeir það eftir miklar bænir og vangaveltur.
 
Brigham Young sagðist einnig hafa fengið ítrekaða opinberun frá Guði 1852 um fjölkvæni og eftir það varð það mun algengar en áður. Því var meðal annars trúað að einungis þeir sem höfðu lifað í hjónabandi við fleiri en eina persónu gætu náð hæsta tilverustigi á himnum. Þrátt fyrir það var ekki meirihluti hjónabanda mormóna fjölkvænishjónabönd. Um 20 % allra hjónbanda voru af því tagi og um 60 % karla í þessum hjónaböndum höfðu einungis tvær eiginkonur og um 5 % fleiri en fimm. Nokkur dæmi eru um fjölveri, þ.e. að ein kona hafði fleiri en einn eiginmann.<ref>Mormon Polygamy: A History, Richard S. Van Wagoner, Signature Books, 1992, ISBN-10: 0941214796</ref>
 
Lög Bandaríkjanna bönnuðu fjölkvæni og flestallir þeir sem ekki voru mormónar tóku harkalega afstöðu gegn fjölkvæni. Eftir mikil átök milli mormóna og yfirvalda sagðist þáverandi leiðtogi mormóna, Wildord Woodruff, hafa fengið opinberun frá Guði 1890 um það að engin ný fjöldahjónabönd mætti stofna upp frá því. Þeir sem þá lifðu í þannig hjónaböndum voru ekki neyddir til að leysa þau upp.