„Umboðsmaður Alþingis“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Umboðsmaður Alþingis''' er kjörinn af [[Alþingi]] og starfar samkvæmt samnefndum lögum nr. 85/1997. <ref>[http://www.althingi.is/lagas/nuna/1997085.html Lög um umboðsmann Alþingis ]</ref> Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með [[stjórnsýsla|stjórnsýslu]] [[íslenska ríkið|ríkis]] og [[íslensk sveitarfélög|sveitarfélaga]] og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Þá skal hann gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög, vandaða stjórnsýsluhætti og siðareglur settar á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Umboðsmaður er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum, þar með töldu Alþingi.
 
Eftirlit umboðsmanns Alþingis með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga er fyrst fremst fólgið í því að til hans geta leitað einstaklingar og lögaðilar, sem telja að á sér hafi verið brotið í stjórnsýslunni, með kvartanir og getur umboðsmaður þá tekið málið til meðferðar. Umboðsmaður getur látið í ljós álit sitt á því hvort athöfn stjórnvalds brjóti í bága við lög eða hvort annars hafi verið brotið gegn vönduðum stjórnsýsluháttum eða siðareglum. Álit umboðsmanns Alþingis eru óbindandi fyrir stjórnvöld en reynslan sýnir að stjórnvöld fara eftir þeim í flestum tilvikum.