„Njarðvíkurskriður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Gjólan (spjall | framlög)
m Stafsetning
Lína 1:
'''Njarðvíkurskriður''' er sæbrött fjallshlíð milli [[Borgarfjörður eystri|Borgarfjarðar eystra]] og [[Njarðvík (Borgarfjarðarhreppi)|Njarðvík]]ur. Þar var löngum hættuleg leið, meðal annars vegna grjóthruns, en þó fjölfarin. Bílvegur var fyrst ruddur um Njarðvíkurskriður árið [[1950]].
 
Það orð hefur löngum legið á Njarðvíkurskriðum að þar hafi fyrr á tíð orðið fjölmörg alvarleg [[slys]], en ekki eru þó til margar staðfestar frásagnir um slys þar. Sagt var að [[óvættur]] sem ''Naddi'' hét byggi í skriðunum og sæti þar um ferðamenn og gerði þeim mein. Naddi var sagður halda sig í Naddagili, djúpu gili fast norðan við skriðurnar. Átti hann einkum að vera skeinuhættur þegar farið var um skriðurnar eftir að dimadimma tók.
 
[[Þjóðsaga|Þjóðsögur]] segja að Jón í Gilsárvallahjáleigu í Borgarfirði, sonur Björns skafins, hafi glímt við Nadda og verið að því kominn að tapa þegar hann hét því að ef hann hefði óvættinnóvættina undir skyldi hann reisa [[Róðukross|krossmark]] í skriðunum. Náði hann þá að sigra Nadda og hrinda honum í sjó fram en komst sjálfur illa leikinn til bæja. Lét hann svo reisa kross í skriðunum og var á hann letruð áskorun á [[latína|latínu]] til allra sem framhjá fóru að krjúpa og gera bæn sína.
 
Kross er enn í skriðunum og hefur verið endurnýjaður en ekki er víst hvenær hann var fyrst settur upp. Raunar er á honum ártalið [[1306]] en óvíst hvað er að marka það. Björn skafinn, faðir Jóns, var uppi um miðja [[16. öld]] og hafi krossinn verið settur upp að frumkvæði Jóns hefur það verið eftir [[Siðaskiptin á Íslandi|siðaskipti]], en slíkir krossar tengjast yfirleitt kaþólskum sið.