„Ungverjaland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
fixed up spelling
Peadar (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 89:
=== Osmanir ===
[[mynd:Siege of Buda 1686 Frans Geffels.jpg|thumb|Umsátur kristinna manna um Búda 1686, síðasta stóra vígi ósmana í Ungverjalandi. Málverk eftir Frans Geffels]]
Á [[14. öldin|14. öld]] höfðu [[Ósmanaríkið|osmanir]] (Tyrkir) náð fótfestu í [[Suðaustur-Evrópa|Suðaustur-Evrópu]] og sóttu vestur. [[1396]] fóru Ungverjar, ásamt frönskum riddaraher, í fyrsta sinn til orrustu við þá við Nikopol ([[Búlgaría|Búlgaríu]]), en biðu mikinn ósigur. Osmanir náðu þó ekki að nýta sér sigurinn að ráði. Aftur var barist við Warna í Búlgaríu [[1444]]. Á þessum tíma var Wladislaw III í senn konungur Ungverjalands og [[Pólland]]s. Í orrustunni, sem Osmanir gjörsigruðu, féll Wladislaw. Í kjölfarið hertóku osmanir hvert landsvæði á fætur öðru ([[Mikligarður]] féll [[1453]]). Ungverjar hættu afskiptum af stríðinu gegn þeim og upplifðu jafnvel lítil blómaskeið meðan [[Matthías Corvinus]] var konungur [[1458]]-[[1490]]. Á [[16. öldin|16. öld]] komust osmanir til Ungverjalands. [[1526]] dró til stórorrustu við Mohács í suðurhluta landsins. Þar gjörsigraði [[Súleiman mikli]] Ungverja og féll þar Lúðvík II konungur ([[sonur]] [[Anna af Foix|Annu af Foix]]). Ósigurinn var svo mikill að í ungversku máli varð Mohács að tákngervingi hins versta. Í kjölfarið fóru osmanir ránsferðir um rúmlega helming Ungverjalands áður en þeir héldu gegn [[Vínarborg]] ([[1529]]). Eftir fráfall Lúðvíks konungs var barist um konungdóminn, en erkihertoginn frá Austurríki, Ferdinand, gerði tilkall til konungdómsins. Þegar osmanir réðust aftur inn í Ungverjaland [[1541]], var meginhluti landsins svo gott sem á valdi Austurríkis. Aðeins Transylvanía (Rúmenía) var á valdi Ungverja. Osmanir lögðu Búda í eyði og hertóku aðrar helstu borgir landsins. Við það varð meginhluti Ungverjalands að héraði í osmanaríkinu næstu 140 árin. Ungverjum fækkaði mikið á þessum tíma, en talið er að þeim fækkaði úr 3,5-4 milljónir niður í 2,5. Osmanir fóru ekki gegn Vín á nýjan leik fyrr en [[1683]]. Við tapið þar gerðu Habsborgarar harða hríð að osmönum í Ungverjalandi og hröktu þá úr landi á fjórum árum. Osmanir áttu aldrei afturkvæmt til Ungverjalands.
 
=== Habsborg ===