Munur á milli breytinga „Martin Luther King, Jr.“

m (Tók aftur breytingar 194.144.188.198 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Dexbot)
Martin Luther King Jr. var í borginni [[Memphis]] í [[Tennessee]] þann [[4. apríl]] árið [[1968]]. Þar var hann til þess að sýna svörtum flutningaverkamönnum stuðning en þeir voru í verkfalli. Hann gisti á móteli og á svölunum á mótelinu var hann skotinn til bana. Skotið hæfði hann í hálsinn og skemmdi neðri kjálkann. Martin Jr. hlaut einnig mænuskaða. Innan við klukkustund síðar lést Martin Luther King Jr. á slysavarðstofu St. Jósefs sjúkrahússins í Memphis. Morðinginn fannst, hann hét James Earl Ray og var fyrrum fangi. Hann játaði strax á sig morðið til þess að sleppa við dauðarefsingu. Vegna þess að hann játaði strax, var ekki talin nein þörf á því að halda réttarhöld og því veit enginn hvers vegna Ray drap King Jr. Ray var sendur í fangelsi og dó þar árið 1998. Fjölskylda Martins hélt því fram að FBI hefði fengið Ray til þess að fremja morðið en vegna þess að það voru engin réttarhöld veit enginn hvers vegna Martin Luther King Jr. var drepinn.<ref>„Martin Luther King dó fyrir draum sinn“, bls. 21.</ref><ref>Osborne, Charles, bls. 86-90.</ref>
Eftir dauða Martin Luther Kings Jr. bárust fjölskyldu hans fimmtíuþúsund bréf, símskeyti, kort, blóm og aðrar samúðarkveðjur frá fólki allstaðar að úr heiminum. Það sýndi hversu merkur og mikilvægur maður Martin Luther King Jr. var.<ref>King, Coretta Scott, bls. vii.</ref>hey hann var bara mjög góður maður
 
== Tilvitnanir ==
Óskráður notandi