„Höfuðborgarsvæðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
Sveitarfélögin á svæðinu eiga með sér víðtækt samstarf á ýmsum sviðum. Til dæmis í sorpmálum og almenningssamgöngum auk þess að þau reka sameiginlegt slökkvilið. Árið 2007 var svo stofnað sameiginlegt lögregluembætti fyrir allt svæðið.
 
Svæðinu er skipt niður í þrjú [[kjördæmi Íslands|kjördæmi]] vegna [[Alþingiskosningar|alþingiskosninga]]: Reykjavík skiptist í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|norður]] og [[Reykjavíkurkjördæmi suður|suðurkjördæmi]] en hin sveitarfélögin á svæðinu tilheyra [[Suðvesturkjördæmi]] (kraganum). Það land sem sveitarfélögin ná yfir var hluti af [[Gullbringu- og Kjósarsýsla|Gullbringu- og Kjósarsýslu]]. Til forna var þetta land hluti [[Kjalarnesþing]]s.
 
Hvað [[Héraðsdómar Íslands|dómsvald í héraði]] snertir þá tilheyra Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur umdæmi Héraðsdómi Reykjavíkur en Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur umdæmi Héraðsdóms Reykjaness.