„Aðfangadagur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 7:
Íslendingar fagna aðfangadegi með sínum hætti og eru siðirnir æði mismunandi eftir fjölskyldum. Hjá flestum er þó mikið lagt upp úr góðum kvöldverði, gjafir opnaðar eftir klukkan sex og síðan fara margir til miðnætur[[messa|messu]].
 
Árið 2010 framkvæmdi [http://gallup.is/ Gallup á Íslandi] könnun sem sýndi helstu venjur og siði og hve margir tækju þátt í þeim. Þar kom meðal annars fram að 98% landsmanna gefa jólagjafir. Menn gefa ekki bara sínum nánustu gjafir því 70% af fullorðnum íslendingum styrkja góð málefni fyrir eða um jólin. Þar kemur líka í ljós að þeir eldri eru gjafmildari en þeir yngri. Mikill áhugi er á jólaljósum og jólaskrauti en yfir 90% heimila eru skreytt með slíku. Og varðandi [[Jólatré|jólatrén]], þá eru 40% heimila með lifandi jólatré, en 12% heimila með ekkert tré.
 
Um þriðjungur Íslendinga sækir guðsþjónustu um jólin, eldra fólk oftar en það yngra. Eins sækja fleiri íbúar landsbyggðarinnar messur, eða 41% en 30% íbúa á höfuðborgarsvæðinu.