„Írska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
|sil=gle}}
 
'''Írska''' ('''Gaeilge'''), einnig þekkt sem '''gelíska''' eða '''írsk gelíska''', er [[keltnesk tungumál|keltneskt]] tungumál sem er talað á [[Írland]]i, sérstaklega á svokölluðum ''[[Gaeltacht]]''-svæðum, sem flest eru á vesturströnd Írlands, sérstaklega í nágrenni [[Galway]]. Margir Írar sem hafa áhuga á tungu sinni og menningu reyna að halda henni lifandi, en enn sem komið er hafa tilraunir þessar borið takmarkaðan árangur. Skilti á [[Írland]]i eru bæði á ensku og á írsku. Írska er eitt af 23 formlegum tungumálum [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]].
 
Elsta írskan notaði [[Ogham]]-skriftina frá 4. öld fram á 6. öld, en síðan notaðist [[latneskt stafróf|latneska stafrófið]]. [[Fornírska]] var töluð frá 6. öld fram á 10. öld, og [[miðírska]] frá 10. öld fram á 12. öld.
 
== Írsk og skosk gelísk áhrif á íslensku ==
Margir [[landnámsmenn]] á Íslandi komu frá Írlandi, [[Skotland|Skotlandi]] og öðrum hlutum [[Bretlandseyjar|Bretlandseyja]]. Því er eðlilegt að nokkurra írskra áhrifa gæti í íslensku, en stundum getur verið um skosk gelísk áhrif að ræða. Í [[færeyska|færeysku]] gætir einnig nokkurra írskra og skoskra gelískra áhrifa.
;Dæmi um tökuorð
* [[wikt:bagall|bagall]] = biskupsstafur (írska og gelíska: ''bachall'')
* [[wikt:brekán|brekán]] = mislit ábreiða, rúmábreiða (gelíska: ''breacan'')
* [[wikt:des|des]], [[wikt:heydes|heydes]] = heystakkur
* [[wikt:gjalti|gjalti]] (í orðasambandinu ''[[wikt:verða að gjalti|verða að gjalti]])''
* [[wikt:jaðrakan|jaðrakan]] = vaðfugl (gelíska: ''[[wikt:adharcan|adharcan]]'')
* [[wikt:kapall|kapall]] = hestur
* [[wikt:kláfur|kláfur]] = hrip, heymeis
* [[wikt:fjalaköttur|fjalaköttur]] = músagildra
* [[wikt:tarfur|tarfur]] = naut (írska og gelíska: ''[[wikt:tarbh|tarbh]]'')
;Dæmi um mannanöfn
* [[wikt:Brjánn|Brjánn]]
* [[wikt:Dufgus|Dufgus]] (''[[wikt:Dubhgus|Dubhgus]]'')
* [[wikt:Dufþakur|Dufþakur]] (''[[wikt:Dubhtach|Dubhtach]]'')
* [[wikt:Eðna|Eðna]]
* [[wikt:Kaðlín|Kaðlín]]
* [[wikt:Kalman|Kalman]]
* [[wikt:Kjaran|Kjaran]] (''[[wikt:Ciarán|Ciarán]]'')
* [[wikt:Kjartan|Kjartan]]
* [[wikt:Kormákur|Kormákur]] (''[[wikt:Cormac|Cormac]]'')
* [[wikt:Melkorka|Melkorka]]
* [[wikt:Mýrkjartan|Mýrkjartan]]
* [[wikt:Njáll|Njáll]] (''[[wikt:Niall|Niall]]'')
* [[wikt:Trostan|Trostan]]
;Dæmi um örnefni
* [[wikt:Dímon|Dímon]]
* [[wikt:Dufþaksholt|Dufþaksholt]]
* [[wikt:Katanes|Katanes]]
 
== Tenglar ==