„Púnversku stríðin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 22:
 
=== Gangur stríðsins ===
Annað púnverska stríðið er frægt fyrir herleiðangur [[Hannibal Barca|Hannibals]], herforingja Karþagómanna, yfir [[Alparnir|Alpana]]. Hann gerði innrás í Ítalíu úr norðri og fékk í lið með sér gallíska ættbálka á norður-Ítalíu sem þegar höfðu hafið uppreisn gegn Rómverjum. Hannibal sigraði rómverskaRómverja herinnfljótlega í nokkrumtveimur stórum orrustum, m[[Orrustan við Trebia|Orrustunni við Trebia]] árið 218 f.aKr. og [[Orrustan við Trasimene|Orrustunni við Trasimene]] árið 217 f.Kr. Eftir þetta hélt Hannibal suður Appenínaskagann með her sinn en ákvað að ráðast ekki á Rómaborg sjálfa, þrátt fyrir að Rómverjar hefðu lítinn herafla tiltækan til að mæta honum. Þess í stað hélt hann til suður-Ítalíu og því fengu Rómverjar tíma til að safna liði. Rómverjar mættu Hannibal í [[Orrustan við Cannae|orrustunni við Cannae]], árið 216 f.Kr., þar sem Rómverjar biðu sinn versta ósigur í stríðinu og misstu þar bróðurpartinn af herdeildum sínum á Ítalíu. Svar Rómverja við ósigrinum var að mæta Hannibal ekki í stórum bardögum heldur að ráðast gegn flokkum hans sem voru í fæðuleit og einnig að skilja eftir sig sviðna jörð svo Hannibal ætti erfiðara með að útvega mönnum sínum vistir. Helsti höfundur þessarar herkænsku var [[Fabius Maximus]] og var þetta til þess að Hannibal náði aldrei hinu endanlega markmiði sínu að grafa undan stjórnmálasambandi Rómaveldis og bandamanna þess.
 
Rómverjar sendu snemma í stríðinu herafla til Íberíuskagans undir stjórn bræðranna Gnaeusar Corneliusar Scipio Calvusar og Publiusar Corneliusar Scipio (sem var faðir Scipio Africanusar). Þar börðust þeir gegn Hasdrubal Barca og Mago Barca, bræðrum Hannibals, og hindruðu að þeir gætu sent liðsauka til Hannibals á Ítalíu. Scipio-bræðurnir féllu báðir í bardaga gegn Barca-bræðrunum árið 211 f.Kr. og árið eftir tók Scipio Africanus við stjórn Rómverja á Íberíu. Scipio var sigursæll á Íberíu, enog sigraði Karþagómenn árið 206 f.Kr. í [[Orrustan við Ilpia|Orrustunni við Ilipa]] ogen í kjölfarið yfirgáfu Karþagómenn Íberíu fyrir fullt og allt. Sikiley og [[Makedóníustríðin|Balkanskaginn]] komu einnig við sögu í stríðinu og höfðu Rómverjar alls staðar sigur. Að lokum var barist í Africu og Karþagómenn voru sigraðir í [[Orrustan við Zama|orrustunni við Zama]] af rómverskum her undir stjórn [[Scipio Africanus|Scipios Africanusar]].
 
=== Eftirmál ===