„Argentína“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Syum90 (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 37.205.32.29 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Syum90
mEkkert breytingarágrip
Lína 38:
|símakóði=54
}}
'''swagArgentína''' er land í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] sunnaverðri. Það er annað stærsta land álfunnar og það áttunda stærsta í heimi. Það afmarkast af [[Andesfjöll|Andesfjallgarðinum]] í vestri, [[Atlantshaf]]i í austri og [[Drakesund]]i í suðri. Lönd, sem liggja að Argentínu eru [[Chile]] í vestri, [[Paragvæ]] og [[Bólivía]] í norðri, [[Brasilía]] og [[Úrúgvæ]] í norðaustri. Argentína gerir kröfu til [[Falklandseyjar|Falklandseyja]] (sem Argentínumenn nefna Malvinaseyjar), [[Suður-Georgía og Suður-Sandvíkureyjar|Suður-Georgíu og Suður-Sandvíkureyja]] og loks til hluta af [[Suðurskautslandið|Suðurskautslandinu]].
 
Elstu merki um menn í Argentínu eru frá [[fornsteinöld]]. Landið skiptist milli margra hópa [[frumbyggjar|frumbyggja]] og búseta var dreifð fyrir komu Evrópubúa. [[Spánn|Spánverjar]] stofnuðu þar byggðina [[Buenos Aires]] árið [[1536]]. Landið varð hluti af [[Varakonungsdæmið Perú|varakonungsdæminu Perú]] en árið [[1776]] var [[varakonungsdæmið Río de la Plata]] stofnað með Buenos Aires sem höfuðborg. Landið fékk sjálfstæði í kjölfar [[Maíbyltingin|Maíbyltingarinnar]] árið [[1810]] en í kjölfarið skildu [[Banda Oriental]] (síðar [[Úrúgvæ]]), [[Efri-Perú]] (síðar [[Bólivía]]) og [[Paragvæ]] sig frá gamla varakonungsdæminu. Stjórnmál hins nýja ríkis einkenndust af baráttu milli miðstjórnarsinna og [[sambandsríki]]ssinna sem höfðu sigur að lokum. Mikill innflutningur fólks frá Evrópu einkenndi síðari hluta 19. aldar. Árið [[1884]] var tekin upp [[skólaskylda]], [[iðnaður]] þróaðist hratt og í upphafi 20. aldar var landið orðið 7. stærsta iðnríki heims. Stjórnmálahneyksli, [[kosningasvindl]] og [[spilling]] á fyrri hluta 20. aldar ollu aftur hnignun efnahagslífsins. [[Juan Domingo Perón]] komst til valda árið [[1946]] og [[þjóðnýting|þjóðnýtti]] lykilgeira í iðnaði. Hann sagði af sér [[1955]] en [[perónismi]] var áfram áhrifamikil stjórnmálastefna. Árið [[1966]] komst [[herforingjastjórn]] til valda sem lagði niður þingið og bannaði stéttarfélög. Afleiðingin af því var vaxandi [[skæruhernaður]] stjórnmálahreyfinga. Þegar Perón sneri aftur úr útlegð á Spáni [[1973]] kom til blóðugra átaka milli hægri- og vinstrisinnaðra perónista. Eiginkona hans [[Isabel Perón]] tók við forsetaembættinu eftir lát Peróns [[1974]]. Hún gaf lögreglu og her leyfi til að beita hvaða aðferðum sem var í baráttu við vinstrisinnaða hópa sem leiddi til [[skítuga stríðið|skítuga stríðsins]]. Henni var steypt af stóli af [[Jorge Rafael Videla]]. Herforingjastjórn fór með völdin þar til Argentína beið ósigur í [[Falklandseyjastríðið|Falklandseyjastríðinu]] [[1982]]. Eftir það var borgaraleg stjórn kjörin og réttað var vegna mannréttindabrota í tíð herforingjastjórnanna. [[Carlos Menem]] útfærði efnahagsstefnu í anda [[nýfrjálshyggja|nýfrjálshyggju]] á 10. áratugnum sem leiddi á endanum til alvarlegrar efnahagskreppu og gjaldþrots argentínska ríkisins árið 2001.