„Njáll Þorgeirsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 82.148.70.66, breytt til síðustu útgáfu Sterio
Lína 5:
Synir Njáls og Bergþóru voru kvæntir menn og áttu börn. Kona Skarphéðins var Þórhildur Hrafnsdóttir, kona Helga var Þórhalla Ásgeirsdóttir og kona Gríms var Ástríður af Djúpárbakka og var hann seinni maður hennar. Dætur þeirra hjóna voru einnig giftar. Þorgerður var gift [[Ketill Sigfússon|Katli Sigfússyni]] í Mörk og Helga var gift [[Kári Sölmundarson|Kára Sölmundarsyni]]. Síðari kona Kára var [[Hildigunnur Starkaðardóttir]], sem áður var gift [[Höskuldur Þráinsson|Höskuldi Hvítanessgoða]], og var hún bróðurdóttir [[Flosi Þórðarson|Flosa Þórðarsonar]] ([[Brennu-Flosi|Brennu-Flosa]]).
 
Endalok Njáls og Bergþóru, eftir að synir þeirra, ásamt [[Kári Sölmundarson|Kára Sölmundarsyni]] og [[Mörður Valgarðsson|Merði Valgarðssyni]], gerðu aðför að [[Höskuldur Hvítanessgoði|Höskuldi Hvítanessgoða]] og drápu hann, urðu þau, að [[Flosi Þórðarson]] á [[Svínafell]]i, sem var föðurbróðir Hildigunnar, ekkju Höskulds, hefndi fyrir vígið með því að skjótabrenna Njálbæinn á [[Bergþórshvoll|Bergþórshvoli]]. Fórust þau þar hjónin og synir þeirra allir ásamt dóttursyni þeirra, Þórði Kárasyni. Kári Sölmundarson var sá eini, sem slapp úr brennunni. Hefndi hann brennunnar og sonar síns geypilega næstu árin á eftir.