„Hreyfiseðill“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
 
==Reynsla==
AllsÁ [[Ísland]]i var alls 360 hreyfiseðlum ávísað á 12 mánaða tímabili, frá maí 2013 til maí 2014. Verkefnið hefur gefist vel og eftir því sem skipulag og utanumhald hefur þróast hefur árangurinn batnað og meðferðarheldni aukist. Fyrstu fjóra mánuði ársins 2013 var meðferðarheldnin um 57% en fyrstu fjóra mánuði 2014 var hún um 78%.<ref>[https://www.heilsugaeslan.is/um-heilsugaesluna/frettir/frett/2014/05/26/Samningur-um-innleidingu-hreyfisedla/ Samningur um innleiðingu hreyfiseðla. Heilsugæslan] Skoðað 23.nóvember 2015.</ref>
 
Í [[Svíþjóð]] og [[Noregur|Noregi]] hefur verið gefin út handbók af sérfræðingum; ''Fysisk aktivitet i sjukdomsprevention och sjukdomsbehandling (FYSS)''. Hún er ætluð sem stuðningur við heilbrigðiskerfið og að ávísa réttri tegund og magni af hreyfingu. Fylgni þess að sjúklingar fylgi almennu eða einföldu ráði um hreyfingu er lág, um 10-15%. En ávísun á hreyfingu (''Fysisk aktivitet på recept (FaR)'') sýnir fram á góða meðferðarfylgni (60-70%) og sú aðferð sem nú hefur verið innleidd í íslensku heilbrigðiskerfi er þróuð út frá þessari aðferð.<ref>[http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/06/nr/5520 Af hverju er ávísun á hreyfingu mikilvæg innan heilbrigðiskerfisins?] Skoðað 23. nóvember 2015.</ref>