„Hreyfiseðill“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Flokkaði. Ekki hentugt að tengja í Facebook
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
==Markmið og skipulag==
Tilgangur hreyfiseðla er að draga úr áhrifum [[lífsstílssjúkdómar|lífstílssjúkdóma]] og þar með lyfjanotkun, læknaheimsóknum og innlögnum. Þá dregur úr kostnaði heilbrigðisþjónustunnar. Innleiðing hreyfiseðla hófst í Heilsugæslu höfuðborgasvæðisins sem tilraunaverkefni á fimm heilsugæslustöðvum í byrjun árs 2011 og hefur verið innleitt á Akureyri og fleiri heilbrigðisstofnunum síðan. Stefnt er að því að hreyfiseðlar verði komnir í almenna notkun á öllum heilbrigðisstofnunum landsins og hjá sérfræðilæknum í árslok 2016. Velferðarráðuneytið hefur komið að skipulagningu innleiðingarinnar. <ref>http://www.velferdarraduneyti.is/betri-heilbrigdisthjonusta/almennt/nr/34431</ref> Markmiðið er að að gera hreyfiseðla hluta af al­mennri heil­brigðisþjón­ustu en til­rauna­verk­efni um notk­un hreyfiseðla telst vera lokið. Inn­leiðing hreyfiseðla á Íslandi bygg­ist á sænskri fyr­ir­mynd en þetta meðferðarform hef­ur náð mik­illi út­breiðslu þar og víðar um lönd á und­an­förn­um árum og þykir ár­ang­urs­rík. <ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/23/hreyfisedlar_hluti_af_heilbrigdisthjonustu/</ref>
 
Læknir leggur mat á hvort einstaklingurinn geti nýtt sér hreyfingu sem hluta af meðferð sinni. Hreyfistjóri/ eða samhæfingaraðili ( sjúkraþjálfarar sem hafa fengið þjálfun í áhugahvetjandi samtali.)<ref>http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/02/03/nr/5446</ref>) aflar svo nauðsynlegra upplýsinga frá sjúklingi varðandi hreyfingu og velur þau úrræði sem henta sjúklingnum í samráði við hann og útbýr hreyfiáætlun. Í viðtalinu er lagt faglegt mat á stöðu viðkomandi hvað varðar þol, getu, áhugahvöt og áhugasvið og síðan er lögð upp áætlun um hreyfingu, hvernig, hversu oft, hversu lengi og hversu mikil ákefð er hentug. Hann kennir þátttakanda að nota tölvuforrit til skráningar þegar hreyfing er stunduð. Eftirfylgnin á hreyfiseðlinum er síðan í höndum samhæfingaraðila og læknis. <ref>http://www.hreyfitorg.is/hreyfisedill/</ref>.
 
==Reynsla==