„Linux“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 38:
Notkun Linux á notendatölvum óx hins vegar hægt en þar hefur [[Microsoft Windows]] lengi verið með yfirburðastöðu. Linux hefur verið lýst sem of tæknilegu kerfi fyrir almenna notendur auk þess sem takmarkaður stuðningur við [[jaðartæki]] stóð notkun þess fyrir þrifum. Lengi vel var hlutur Linux á borðtölvum talinn vera innan við 1% en er nú talinn vera milli 1,5% og 2%<ref>{{vefheimild|url=http://gs.statcounter.com/#desktop-os-ww-monthly-201506-201506-bar|titill=Top 7 Desktop OSs on June 2015|mánuðurskoðað=13. nóvember|árskoðað=2015}}</ref>. Nýjar notendavænni dreifingarútgáfur á borð við [[Ubuntu]] (frá 2004) og [[Linux Mint]] (frá 2006) áttu stóran þátt í að auka almenna notkun stýrikerfisins á notendatölvum.
 
Árið 2008 setti [[Google]] [[Android]]-stýrikerfið á markað, en það notast við Linuxkjarna og sérstakt notendaviðmót sem er skrifað að hluta í [[Java]]. Það er því umdeilt hvort Android telst sérstakt stýrikerfi eða útgáfa af Linux. Android er með tæplega 60% markaðshlutdeild á snjallsímamarkaðnumsnjallsíma- og spjaldtölvumarkaðnum<ref>{{vefheimild|url=http://gs.statcounter.com/#mobile+tablet-os-ww-monthly-201506-201506-bar|titill=Top 8 Mobile and Tablet Operating Systems June 2015|mánuðurskoðað=13. nóvember|árskoðað=2015}}</ref>. [[Chrome OS]], sem líka er frá Google, notar líka Linuxkjarnann.
 
== Nokkrar útgáfur GNU/Linux ==