„Linux“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 30:
 
Upphaflega vildi Torvalds kalla kerfið Freax en [[Ari Lemmke]], einum af samstarfsmönnum hans, líkaði ekki við það nafn og tók upp á því að kalla það Linux.
 
===Almenn notkun===
Notkun stýrikerfisins í vinnsluumhverfi hófst eftir miðjan [[1991-2000|10. áratug]] 20. aldar. Stofnanir á borð við [[NASA]] hófu að skipta út dýrum [[ofurtölva|ofurtölvum]] fyrir [[tölvuklasi|tölvuklasa]] sem notuðu Linux. Í kjölfarið hófu fyrirtæki á borð við [[Dell]], [[IBM]] og [[Hewlett-Packard]] að bjóða stuðning við Linux til að komast undan ofurvaldi [[Microsoft]] á borðtölvumarkaðnum.
 
Linux náði fljótlega miklum vinsældum sem stýrikerfi fyrir [[netþjónn|netþjóna]] þar sem það bauð upp á frjálsa hugbúnaðarstæðu fyrir [[vefþjónn|vefþjónustur]] með [[Apache]]-vefþjóninum, [[gagnaþjónn|gagnaþjóna]] á borð við [[MySQL]] og [[PostgreSQL]] og vefforritunarmálin [[PHP]], [[Perl]] og [[Python]], svokallaða [[LAMP]]-hugbúnaðarstæðu. Talið er að tæp 60% allra netþjóna keyri á Linux.
 
Notkun Linux á notendatölvum óx hins vegar hægt en þar hefur [[Microsoft Windows]] lengi verið með yfirburðastöðu. Linux hefur verið lýst sem of tæknilegu kerfi fyrir almenna notendur auk þess sem takmarkaður stuðningur við [[jaðartæki]] stóð notkun þess fyrir þrifum. Lengi vel var hlutur Linux á borðtölvum talinn vera innan við 1% en er nú talinn vera milli 1,5% og 2,5%. Nýjar notendavænni dreifingarútgáfur á borð við [[Ubuntu]] (frá 2004) og [[Linux Mint]] (frá 2006) áttu stóran þátt í að auka almenna notkun stýrikerfisins á notendatölvum.
 
Árið 2008 setti [[Google]] [[Android]]-stýrikerfið á markað, en það notast við Linuxkjarna og sérstakt notendaviðmót sem er skrifað að hluta í [[Java]]. Það er því umdeilt hvort Android telst sérstakt stýrikerfi eða útgáfa af Linux. Android er með tæplega 80% markaðshlutdeild á snjallsímamarkaðnum. [[Chrome OS]], sem líka er frá Google, notar líka Linuxkjarnann.
 
== Nokkrar útgáfur GNU/Linux ==