„Linux“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Tux.svg|thumb|right|Mörgæsin Tux er lukkudýr Linux.]]
'''Linux''' (eða '''GNU/Linux''') er [[UNIX-legt]] og [[POSIX]]-samhæft [[frjáls hugbúnaður|frjálst]] [[stýrikerfi]] sem samanstendur af [[Linuxkjarninn|Linuxkjarnanum]] og ýmsum [[kerfishugbúnaður|kerfishugbúnaði]], þar á meðal [[GNU]]-tólum. Stýrikerfið dregur nafn sitt af finnska forritaranum [[Linus Torvalds]] sem gaf út fyrstu útgáfaútgáfu Linuxkjarnans 5. október 1991. [[Free Software Foundation]] sem þróuðu GNU-tólin hafa barist fyrir því að stýrikerfið sé kallað „GNU/Linux“ til að leggja áherslu á framlag GNU-verkefnisins til hugbúnaðarins, en það er umdeilt.
 
Upphaflega var Linux þróað sem stýrikerfi fyrir tölvur með [[Intel x86]]-samhæfða örgjörva en það hefur síðan þá verið þýtt fyrir fleiri vélbúnaðarútfærslur en nokkuð annað stýrikerfi. Vegna [[Android]]-stýrikerfisins sem notast við Linux í grunninn og er mikið notað í [[snjallsími|snjallsíma]] og [[spjaldtölva|spjaldtölvur]] er það nú langalgengasta alhliða stýrikerfi heims. Linux er líka leiðandi stýrikerfi á [[netþjónn|netþjónum]] og [[ofurtölva|ofurtölvum]] en er einungis með 1,5% hlut á [[borðtölva|borðtölvum]]. [[Chrome OS]] sem líka er byggt á Linux er algengt á ódýrum [[fartölva|fartölvum]]. Linux er líka algengt sem [[fastbúnaður]] í [[ívafskerfi|ívafskerfum]] eins og [[sjónvarpstölva|sjónvarpstölvum]], [[beinir|beinum]], [[leikjatölva|leikjatölvum]] og [[snjallúr]]um þar sem stýrikerfið er sérsniðið að vélbúnaðinum.