„Linux“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Tux.svg|thumb|right|Mörgæsin Tux er lukkudýr Linux.]]
'''Linux''' (eða '''GNU/Linux''') er [[UNIX-legt]] og [[POSIX]]-samhæft [[frjáls hugbúnaður|frjálst]] [[stýrikerfi]] sem samanstendur af [[Linuxkjarninn|Linuxkjarnanum]] og ýmsum [[kerfishugbúnaður|kerfishugbúnaði]], þar á meðal [[GNU]]-tólum. Stýrikerfið dregur nafn sitt af finnska forritaranum [[Linus Torvalds]] sem gaf út fyrstu útgáfa Linuxkjarnans 5. október 1991. [[FrjálsuFree hugbúnaðarsamtökinSoftware Foundation]] sem þróuðu GNU-tólin hafa barist fyrir því að stýrikerfið sé kallað „GNU/Linux“ til að leggja áherslu á framlag GNU-verkefnisins til hugbúnaðarins, en það er umdeilt.
 
Upphaflega var Linux þróað sem stýrikerfi fyrir tölvur með [[Intel x86]]-samhæfða örgjörva en það hefur síðan þá verið þýtt fyrir fleiri vélbúnaðarútfærslur en nokkuð annað stýrikerfi. Vegna [[Android]]-stýrikerfisins sem notast við Linux í grunninn og er mikið notað í [[snjallsími|snjallsíma]] og [[spjaldtölva|spjaldtölvur]] er það nú langalgengasta alhliða stýrikerfi heims. Linux er líka leiðandi stýrikerfi á [[netþjónn|netþjónum]] og [[ofurtölva|ofurtölvum]] en er einungis með 1,5% hlut á [[borðtölva|borðtölvum]]. [[Chrome OS]] sem líka er byggt á Linux er algengt á ódýrum [[fartölva|fartölvum]]. Linux er líka algengt sem [[fastbúnaður]] í [[ívafskerfi|ívafskerfum]] eins og [[sjónvarpstölva|sjónvarpstölvum]], [[beinir|beinum]], [[leikjatölva|leikjatölvum]] og [[snjallúr]]um þar sem stýrikerfið er sérsniðið að vélbúnaðinum.
Lína 14:
Vegna bandarískra laga um bann við einokun gat AT&T ekki hafið starfsemi í tölvugeiranum og neyddist til að gefa hverjum sem var leyfi til að nota hugbúnaðinn sem Bell Labs þróaði. Notkun Unix breiddist því hratt út meðal fyrirtækja og stofnana. Í kjölfar dómsmála sem neyddu AT&T til að skipta fyrirtækinu upp árið [[1984]] losaði það sig við Bell Labs sem við það varð sjálfstætt fyrirtæki og laust undan takmörkunum. Bell Labs hófu því að selja Unix sem leyfisskyldan hugbúnað.
 
Árið [[1983]] hóf [[Richard Stallman]] að þróa [[GNU]]-verkefnið sem gekk út á að búa til fullbúið Unix-legt stýrikerfi sem væri eingöngu gert úr [[frjáls hugbúnaður|frjálsum hugbúnaði]]. Árið [[1985]] stofnaði Stallman [[FrjálsuFree hugbúnaðarsamtökinSoftware Foundation]]. Hann samdi fyrstu útgáfu GPL-hugbúnaðarleyfisins árið [[1989]]. Um 1990 voru hann og samstarfsfólk hans búin að þróa mikið af grunnhugbúnaði stýrikerfisins eins og [[þýðandi (tölvunarfræði)|þýðanda]], [[textaritill|textaritla]], Unix-[[skel (tölvunarfræði)|skel]] og [[gluggakerfi]], en vantaði enn [[stýrikerfiskjarni|kjarna]], [[rekill (tölvunarfræði)|rekla]] og [[púki (tölvunarfræði)|púka]].
 
Um sama leyti voru hjónin [[Lynne Jolitz]] og [[William Jolitz]] byrjuð að þróa eigin útgáfu af Unix, [[386BSD]], sem byggði á [[Kaliforníuháskóli í Berkeley|Berkeley-útgáfu]] Unix, [[BSD]], sem dreift var innan háskólans. Vegna leyfisvandamála kom fyrsta útgáfa þess ekki út fyrr en árið 1992.