„Móberg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
 
== Myndun móbergs ==
Móberg verður til þegar ný gosaska hleðst upp við [[eldstöð]] og þjappast saman. Vatn gengur svo í samband við öskuna og hún [[Ummyndun|ummyndast]] og límist saman í fast móberg, sem tekur oft á sig rauðleitan blæ. Ummyndun gosösku á sér stað við [[jarðhita]] og gerist hratt og auðveldlega við tiltölulega lágan hita. Í rannsóknum á [[Surtsey]]jargosinu kom í ljós að í 80-100&nbsp;°C heitumhetyum [[Borhola|borholum]] hafði gosaska ummyndast í hart móberg á aðeins einu til tveimur árum en jafnvel enn hraðar við hærri hita <ref>{{vefheimild | url=http://www.ni.is/jardfraedi/rannsoknir/moberg/ | titill=Myndun móbergs í Surtsey | mánuðurskoðað=5. apríl|árskoðað=2008}}</ref><ref>{{vefheimild | url=http://www.mr.is/~gk/jfr/ordskyr/05moberg.htm | titill=Móberg | mánuðurskoðað=5. apríl|árskoðað=2008}}</ref>. Ummyndunin verður þannig að ýmsar [[katjón]]ir losna úr gosglerinu, svo sem [[kísill]], [[ál]], [[kalsín]], [[natrín]] og [[magnesín]], en í stað þeirra gengur [[vatn]] inn í glerið og [[járn]]ið í því [[Oxun|oxast]] úr tvígildu járni yfir í þrígilt járn. Járnið gefur móberginu rauðan blæ en katjónirnar, sem gengu úr gosglerinu, mynda [[holufylling]]ar, sem límir glerið saman í hart móberg.
 
== Steinn Íslands ==