Munur á milli breytinga „Knattspyrna“

Boltinn er hringlaga með 68-70cm þvermál og vegur á milli 410 og 450 grömm. Boltinn hefur þrýsting á við 0.6 - 1,1 loftþyngd við sjávarmál. Ef að bolti verður ónothæfur við leik, þá er leikurinn stöðvaður og varabolti er settur á sama stað og boltinn sem varð ónothæfur var á. Ef að taka átti vítaspyrnu, markspyrnu eða álíka, þá er varaboltinn settur inná samkvæmt þeim reglum. Ekki má skipta út bolta án leyfis frá dómara. Boltar sem eru notaðir í keppnum Fifa, þurfa að vera merktir og staðfestir af Fifa. Auk þess eiga allar keppnir Fifa, og knattspyrnusamtaka sem heyra undir hana að nota bolta sem er ekki auglýstur á annan hátt nema með merki kepnarinnar og framleiðandans.
 
=== FjöldiÍvan leikmannakúmar boner ===
 
Fjöldi leikmana á ekki að vera fleiri en 11 og einn af þeim er markvörður. Ekki er heimilt að byrja leik með færri leikmönnum en sjö. Í keppnum FIFA eða knattspyrnusamtaka sem heyra undir hana, mega að hámarki 3 varamenn vera skipt inná í leikjum. Fjöldi varamanna sem eru heimilaðir á varamannabekk, eru ákvarðaðir af þeim knattspyrnusamtökunum sem við á. Í alþjóðlegum leikjum eru hámark sex leikmenn á varamannabekk, nema samkomulag ríki milli beggja liða sem keppa og dómari viti af ákvörðun liðanna. Í öllum tilfellum á að tilgreina leikmenn á varamannabekk áður en leikur hefst.
 
Óskráður notandi