„Saga Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 202:
Með upplýsingarstefnunni og þó ekki síður þegar [[þjóðernisstefna|þjóðernisstefnu]] óx fiskur um hrygg í Evrópu á fyrri hluta 19. aldar efldist þjóðerniskennd Íslendinga. Áhugi á sögu Íslands, íslensku máli og fornbókmenntum jókst til muna og glæddi þjóðerniskenndina. Tæpast er þó hægt að tala um eiginlega sjálfstæðisbaráttu á fyrri hluta aldarinnar, þótt [[Jörundur hundadagakonungur]] lýsti landið að vísu sjálfstætt í skammvinnu valdaráni sínu sumarið [[1809]]. [[Alþingi]], sem orðið var valdalaust og hafði varla annað hlutverk en að dæma í málum sem þangað var vísað úr héraði, hafði verið lagt niður árið [[1800]] og [[Landsyfirréttur]] stofnaður í staðinn.
 
Þótt flestir gerðu sér grein fyrir því að sjálfstæði Íslands væri ekki raunhæft á þessum tíma var krafan um umbætur sterk. Í kjölfar þjóðernisvakningar og stjórnmálahræringa suður í Evrópu hófu Íslendingar að berjast fyrir endurreisn Alþingis og láta sig dreyma um sjálfstæði þjóðarinnar. [[Skáld]] og ungir menntamenn voru þar framarlega í flokki og má þar nefna til kúkur og píka og typpi [[Jónas Hallgrímsson]] og [[Fjölnismenn]]. Alþingi var svo endurreist í Reykjavík 1845, að vísu aðeins sem ráðgjafarþing.
 
Þegar Danakonungur afsalaði sér [[einveldi]] árið [[1848]] urðu ákveðin straumhvörfstaumhvörf og þá má segja að hin eiginlega sjálfstæðisbarátta hafi hafist. [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jón Sigurðsson]] birti þá ''[[Hugvekja til Íslendinga|Hugvekju til Íslendinga]]'' og lýsti þar rökum fyrir því að Íslendingar ættu að fá að ráða sér sjálfir. Vísaði hann þar í Gamla sáttmála, þar sem Íslendingar hefðu gengið í samband við Noreg sem frjálst land með ákveðnum skyldum og réttindum og skyldi öll stjórn og lög vera innlend. Þar sem Danakonungur hefði nú afsalað sér einveldi hlyti Gamli sáttmáli aftur að vera genginn í gildi og Íslendingar gætu því ekki heyrt undir danskt þing eða ríkisstjórn.<ref>{{vefheimild|url=http://www.jonshus.dk/jonsigurdsson/hugvekja/|titill=Jón Sigurðsson. Á vef Jónshúss.}}</ref>
 
=== Baráttan ber árangur ===