„Saga Evrópu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skipti út Napoli_BW_2013-05-16_16-24-01_DxO.jpg fyrir Napoli_BW_2013-05-16_16-24-01.jpg.
Lína 26:
Á [[Millistríðsárin|millistríðsárunum]] áttu róttækar stjórnmálastefnur, kommúnismi og [[fasismi]], miklu fylgi að fagna víða á meginlandi Evrópu. [[Kreppan mikla]] og afarkostirnir sem Þjóðverjum voru settir með [[Versalasamningarnir|Versalasamningunum]] 1919 urðu til þess að [[nasismi|nasistar]] náðu völdum í Þýskalandi og komu þar á [[flokksræði]] líkt og á Ítalíu og í Rússlandi. Útþenslustefna Þjóðverja leiddi til [[Síðari heimsstyrjöldin|Síðari heimsstyrjaldarinnar]], mannskæðustu átaka mannkynssögunnar. Á endanum biðu Þjóðverjar ósigur og herir Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna lögðu lönd þeirra undir sig. Þessi stórveldi skiptu Evrópu síðan í áhrifasvæði eftir styrjöldina og talað var um [[járntjaldið]] sem skildi að áhrifasvæði [[Vesturlönd|Vesturlanda]] og Sovétríkjanna á tímum [[Kalda stríðið|Kalda stríðsins]].
 
Árið 1989 voru gerðar byltingar sem tókst að fella ríkisstjórnir margra kommúnistaríkja í [[Austurblokkin]]ni og Sovétríkin sjálf liðuðust í sundur skömmu síðar. [[Evrópusambandið]] fékk í kjölfarið stóraukið vægi sem samstarfsvettvangur Evrópuríkja. Árið 1993 var [[Maastrichtsáttmálinn|Maastricht-sáttmálinn]] gerður sem kvað á um [[þrjár stoðir Evrópusambandsins]] og upptöku sameiginlegrar myntar, [[evra|evrunnar]]. Evrópusambandið hefur síðan smám saman stækkað til austurs. Aðildarríki þess eru nú 27 talsins en voru aðeins 6 þegar [[Evrópubandalagið]] var stofnað árið 1957. Oft hefur þó reynt á þetta samstarf, eins og í [[Skuldakreppan í Evrópu|skuldakreppunni]] sem reið yfir Evrópu í upphafi árs 2010.
Árið 2015 stóðu Evrópuríki frammi fyrir miklum [[Evrópski flóttamannavandinn|flóttamannavanda]].
 
== Tímabil í sögu Evrópu ==