„Femínismi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 186.127.61.188 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Dexbot
Lína 1:
{{Heimildir|Umræðuefni greinarinnar er umdeilt á málsvæði hennar, og því er mikilvægt að geta heimilda til að hver og einn geti gengið úr skugga um réttmæti fullyrðinga.}}
 
[[Mynd:Femen 1.jpg|thumb|right|Femínismi]]
[[Mynd:Leffler - WomensLib1970 WashingtonDC.jpg|thumb|right|Kröfuganga kvenna í [[Washington]]borg í Bandaríkjununm í ágúst 1970 við upphaf ''annarrar bylgju'' femínisma.]]
'''Femínismi''' eða '''kvenfrelsisstefna''' er [[samheiti]] yfir ýmsar [[stjórnmál|pólitískar]] og [[hugmyndafræði]]legar stefnur, þar sem sóst er eftir og barist fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Meðal þess sem greinir á eru mismunandi skoðanir á því hvað ójafnrétti er, hvernig það lýsir sér og hvernig skuli unnið gegn því. Meðal algengra baráttumála femínista eru barátta fyrir jöfnum launum karla og kvenna, barátta gegn [[mansal]]i, [[vændi]], [[útlitsdýrkun]] og svonefndri „[[klámvæðing]]u“ samfélagsins, barátta fyrir rétti til [[fóstureyðing]]a og rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annarra tækifæra til jafns við karla og barátta fyrir jöfnum áhrifum kynjanna í stjórnmálum og viðskiptum.