„Evrópa (tungl)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Steinsplitter (spjall | framlög)
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 42:
| loftþrýstingur = 0,1 [[Paskal|µPa]]
}}
'''Evrópa''' (eða '''Júpíter II'''), er [[Tungl Júpíters|sjötta]] innsta [[fylgitungl]] [[Júpíter]]s og hið minnsta af hinum fjórum [[Galíleótunglin|Galíleótunglum]]. Þó er það eitt af stærri tunglum [[Sólkerfið|sólkerfisins]]. [[Galíleó Galílei]] fann Evrópu fyrstur manna árið [[1610]] svo að vitað sé en mögulega fann [[Simon Marius]] tunglið einnig um svipað leyti. Miklar athuganir á tunglinu hafa farið fram síðan þá í gegnum [[Sjónauki|sjónauka]] á [[jörðin]]ni en frá og með [[1971-1980|áttunda áratug 20. aldar]] hafa jafnframt farið fram athuganir með ómönnuðum [[Geimfar|geimförum]].
 
Evrópa er aðeins minni að þvermáli en [[Tunglið|tungl]] jarðarinnar (máninn) og er að uppistöðu til úr [[silíkat]] bergi, sennilega með [[járn]]kjarna. Hún hefur þunnan [[lofthjúpur|lofthjúp]] sem samanstendur aðallega af súrefni. Yfirborð Evrópu er úr [[vatn]]sís og er eitt það sléttasta sem þekkist í sólkerfinu. Yfirborðið er þó þakið sprungum og rákum en tiltölulega lítið er um gíga eftir árekstra [[loftsteinn|loftsteina]] sem gefur til kynna að yfirborð tunglsins sé ungt. Vegna þess hve ungt og slétt yfirborðið virðist vera er uppi [[tilgáta]] um það að haf úr vatni liggi undir ísnum og að þar séu mögulega aðstæður hagstæðar fyrir líf.<ref name="Tritt2002">{{H-vefur |url=http://people.msoe.edu/~tritt/sf/europa.life.html |titill = Possibility of Life on Europa |nafn = Tritt |eiginnafn = Charles S. |dags skoðað =2007-08-10 |útgefandi =Milwaukee School of Engineering |year=2002 }}</ref> Þessi tilgáta gerir ráð fyrir því að [[Þyngdarafl|þyngdarkraftarnir]] frá Júpíter og hinum fylgitunglum hans verki á Evrópu þannig að berg hennar togni og teygist þannig að varmi myndist sem gæti dugað til þess að viðhalda fljótandi höfum.<ref name="geology">{{H-vefur |url=http://geology.asu.edu/~glg_intro/planetary/p8.htm |titill = Tidal Heating |dags skoðað =2007-10-20 |miðill = geology.asu.edu |vefsafn = http://web.archive.org/web/20060329000051/http://geology.asu.edu/~glg_intro/planetary/p8.htm |dags vefsafn = 2006-03-29}}</ref>